Gáttaðir ríkiskirkjusinnar

Fyrir nokkru var mér bent á áhugaverða umræðu á Facebook eða Moggablogginu þar sem Vantrú var gagnrýnd. Það sem fór fyrir brjóstið á þeim sem þar ræddu var að á vefritinu væru bæði gagnrýnd sérréttindi ríkiskirkjunnar sem og mismunun gegn múslimum. Þetta þótti þeim ákaflega grunsamleg stefna. Hvernig er bæði hægt að vera á móti sérréttindum og mismunun?