Fjölmiðlar bregðast eða þriðja tilraun til uppgjörs

Ef þú spyrð frambjóðanda til stjórnlagaþings hvað hafi ollið dræmri þátttöku í kosningunum þá yrði hann væntanlega fljótur að segja að fjölmiðlar hafi brugðist hlutverki sínu. Ég hef hins vegar ekki ennþá séð fjölmiðlafólk tala eða skrifa um þennan þátt. Fjölmiðlar virðast sumsé ætla að hunsa sinn þátt í þessu öllu. Fréttablaðið stóð sig hins vegar stórvel að auglýsa Örn Bárð á meðan greinar sem við Valli sendum blaðinu fengust ekki birtar.

En líklega þætti fjölmiðlum, ef þeir myndu greina eigin þátt í þessu máli, verst að þurfa að krýna DV sem sigurvegara þessara kosninga.