Upptökur og sviðsmynd

Í dag vorum við að taka upp fyrirlestra sem eiga að fara á netið. Minn hópur var með Svein Yngva Egilsson og hinn hópurinn með Jón Karl Helgason.

Þegar við vorum að ákveða hvar við ættum að taka upp kom fram sú hugmynd að hafa stórt Íslandskort í bakgrunninum til þess að þar væri ekki bara ljótt hvít tafla. Kom þá í ljós að Edda átti eitt slíkt kort sem hún mætti með í dag. Þegar ég segi stórt þá á ég við svona tveggja metra breytt. Allt í lagi með það. Stuttu seinna erum við að leita að fjöltengi og þá opnar Edda skáp í stofunni sem er fullur af stórum landakortum. Það var svoltið “d’oh” móment.

Þegar ég var í hlutverki áheyranda á meðan Jón Karl talaði kitlaði mig svo gríðarlega í hálsinn að ég hélt að ég myndi fríka út. Ég þurfti tvisvar að hósta og hef örugglega verið rauður í framan af áreynslu. Ég held að ég þurfi að horfa á fyrirlesturinn aftur þegar hann verður tilbúinn því ég missti af efninu á stórum köflum af því ég var svo einbeittur að hósta ekki.