Um Kindle, frá Kyndli til baðlesturs

Það er búið að staðfesta orðróminn um að næsta útgáfa af Kindle, sem kallast Kindle Fire, verði spjaldtölva en ekki alvöru rafbókalesari með rafbleki. Þar með er áhugaleysi mitt algjört.

Ég keypti Kindle (þriðju útgáfu) í vor í Dixons á Heathrow. Ég held að ég hafi notað hann daglega síðan þá. Frábært tæki.

En það var eitt sem ég hafði fyrirfram áhyggjur af og það var að ég gæti ekki lengur lesið í baði. Það leið þó ekki á löngu þar til ég fór að skoða það betur. Það fást ýmis hulstur utan um tækið hjá Amazon en ég ákvað að prufa eitthvað minna sérhannað.


Ég fór í IKEA og keypti mér poka sem hægt er að innsigla og síðan þá hef ég lesið í baði. Maður verður samt að passa sig að snúa tækinu rétt því annars getur maður lent í þessum í vandræðum.


Þetta gengur ekki upp.