Godfather II mistök?

Það er frétt á Mogganum (sem ég sá í gegnum bloggið hans Ómars Ragnarssonar) um að Francis Ford Coppola sé á þeirri skoðun að það hafi verið mistök að gera framhald af The Godfather. Ég ákvað að leita upp viðtalið og fann það (en Mogganum þótti einmitt óþarfi að vísa á heimildir):
video platformvideo managementvideo solutionsvideo player
Ef þið getið séð viðtalið þá er það augljóst að gaurinn sem tekur það er gjörsamlega óþolandi dólgur sem helst virðist ætla að ergja leikstjórann með því að tengja myndir hans við Saddam Hussein. Ég get bara ekki tekið svörin sem Coppola gefur þarna alvarlega. Ég get ekki útilokað neitt en það er engin leið að treysta því að hann hafi meint þetta.