Spiluðum Pit

Við spiluðum Pit í fyrsta skipti í gær en ég gaf Eygló það í afmælisgjöf. Það var keypt í Spilavinum. Ég hef raunar gefið þetta spil allavega tvisvar áður enda hafði ég lesið mér til um að það væri skemmtilegt. Það passaði líka. Spilið snýst um að reyna að safna öllum spilum af einni tegund með því að skiptast á spilum við aðra. Enginn veit hvaða spil þeir eru að fá – þeir bara samþykkja tilboð. Við vorum fljót að ná upp hraða og í síðasta spilinu vorum við öll að skiptast á fjórum spilum eins hratt og við gátum til þess að reyna að fá níu eins og það var þá ekki auðvelt að reyna að giska á hvar spilin sem maður þurfti væru stödd. Mjög gaman ef maður vill smá hraða.