Spes bíóferð

Við fórum í bíó í gær. Myndin er To Rome With Love eftir Woody Allen. Ég bjóst ekki við miklu þar sem hún hefur fengið frekar slaka dóma. Ég varð hins vegar stórhrifinn og hló alveg rosalega á köflum. Fáránleikinn minnti mig barasta á fyrstu myndirnar hans.

En það var ekki myndin sem gerði ferðina spes. Salurinn var fullur. Það hef ég ekki upplifað áður á Woody Allen mynd. Þessu til viðbótar virtist næsti salur líka vera fullur af fólki sem var að horfa á Intouchables.

Ætli bíóhúsafólk fari ekki að átta sig á að hægt sé að græða á myndum sem eru framleiddar fyrir aðeins eldri markhópa? Fólk sem nýtir sér ekki þjónustu jafningjadeilingar. Allavega fer Ísleifur á Grænu ljósi hlæjandi alla leið í bankann.