Sérstaklega rökvísi fordómaseggurinn

Ég fór nokkrum sinnum í byggingarvöruverslanir um helgina. Komst að því að demantslegir eyrnalokkar eru í tísku hjá ungum afgreiðslumönnum.

En hvað sem því líður. Ég var að bíða eftir afgreiðslu í timbursölu BYKO þegar allt í einu kemur voða hress karl sem vill endilega spjalla. Hann spyr hvort það sé skipulag á röðinni og segir síðan: “Við erum Íslendingar, við bara ryðjumst og troðumst”. Örstuttu síðar glymur í honum: “Þessir Pólverjar troða sér bara framfyrir” og var greinilegt að honum þætti hræðilegt að Pólverjar hegðuðu sér eins og … ja, Íslendingar. Fyndnast var reyndar þegar umræddur “Pólverji” tjáði sig hátt og skýrt á hreimlausri íslensku og virtist bara vera innfæddur.

Fordómar eru jú fordómar af því að þeir eru svo lausir við að vera rökréttir.