Helsti sérfræðingur Íslands í rafbókum

Það er ég. Ég hef gert meistaraverkefni um rafbækur og ég hef búið til vel á annað hundrað rafbækur (sjá Rafbókavefinn). Ég hef skrifað greinar um efnið, flutt fyrirlestra og kennt rafbókagerð í Endurmenntun HÍ. Þetta er kannski asnaleg bloggfærsla en ég hef séð svo margar umfjallanir í fjölmiðlum um rafbækur þar sem einungis eru kallaðir til hagsmunaaðilar en enginn kemur fram fyrir hönd almennings. Núna vona ég bara að næst þegar einhver fjölmiðlamaður fer að fjalla um rafbækur þá muni Gúgglið leiða hann hingað.