Er eltingarleikurinn ekki dauður?

Fyrir helgi sagði ég frá árangurslausri leit minni að plötunni 8 songs about a girl með Deep Dark Robot (hljómsveit Lindu Perry úr 4 non Blondes). Í morgun beið mín athugasemd þar sem mér var bent á vef sem er með plötuna til sölu og selur til Íslands. Ég keypti strax. Ég veit ekki alveg hvernig stendur á þessu. Hefur vefurinn heimild til að selja til Íslands eða horfa þeir framhjá því hvert þeir eru að selja?
Í kjölfarið kom mér til hugar að eltingarleikurinn við tónlist væri ekki alveg dauð. Það er augljóslega enginn vandi að finna tónlist á netinu en ef maður vill kaupa hana löglega þá þarf maður greinilega, allavega ef maður er íslenskur, að eltast við söluvefi og sjá út hvort þeir geta selt manni efnið. Það er ekki jafn gaman og að heimsækja plötubúðir.

Eru ekki annars allir sáttir við að kalla svona heildstæð verk plötur frekar en diska þegar þetta er bara rafrænt? Eigum við nokkuð að kalla þetta “albúm” eða eitthvað álíka?