Mistökin í stjórnarskrármálinu

Mistök ríkisstjórnarinnar í stjórnarskrármálinu eru augljós og ég hef áður bent á þau. Í stað þess að keyra málið í atkvæðagreiðslu og láta fella það þannig reyndi stjórnin að bjarga einhverju og uppskar ekkert nema vanþakklæti. Það hvort ríkisstjórnin hélt að almenningur myndi skilja hvað gerðist eða hvort þau voru einfaldlega svona heit fyrir nýju stjórnarskránni að þau gátu ekki hugsað sér að drepa hana er eitthvað sem ég get ekki svarað.