Spammað fyrir Gogoyoko

Ég var að þrífa út ruslathugasemdir á Rafbókavefnum og ég rakst á svolítið sem fór meira en lítið í taugarnar á mér. Þarna er spam frá einhverjum sem er að reyna að senda fólk á vef Gogoyoko. Ég hef ekki skoðað hvernig þetta virkar hjá Gogoyoko en almennt virkar þetta þannig að sá sem er að dreifa svona spami fær borgað fyrir hverja heimsókn sem kemur inn á hans sérstöku slóð inn á vef fyrirtækisins.

Kannast fleiri við að hafa fengið svona spam merkt Gogoyoko?
Gogoyoko spam

2 thoughts on “Spammað fyrir Gogoyoko”

  1. Sæll Óli!
    Pétur heiti ég og vinn hjá gogoyoko. Við höfum tekið eftir, og verið bent á, aukningu spam á síðunni okkar og erum þessa dagana að taka út spamverja og auka við öryggi í sign up ferli.

    Og undir engum kringumstæðum stöndum við á bakvið þetta.

    Kær kveðja,
    Pétur

  2. Sæll Óli!
    Pétur heiti ég og vinn hjá gogoyoko. Við höfum tekið eftir, og verið bent á, aukningu spam á síðunni okkar því miður og erum við að vinna í því þessa dagana að fjarlægja spamverja og auka við öryggi í sign up ferli, og undir engum kringumstæðum stöndum við (gogoyoko) á bakvið þetta.

    kær kveðja,
    Pétur

Lokað er á athugasemdir.