Svarthöfði, eða: Áhrif mín á borgarlandslagið

Ég veit ekki hve mörg ár eru síðan að Mummi mágur stakk upp á því að gefa einhverri götu í Reykjavík nafnið Svarthöfði. Það festist í mér.

Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli. Ég veit ekki hvers vegna ferlið tók svona langan tíma. En fyrir stuttu var þetta rifjað upp og það var potað í fólk hjá borginni. Í dag var tillagan síðan samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði. Bratthöfði verður Svarthöfði. Þegar skiltið kemur upp geri ég fastlega ráð fyrir að mæta þangað með hjálminn minn til að taka mynd. Síðan vona ég bara að þetta eigi eftir að gleðja fólk.

Hey, hef ég nefnt að ég er að gefa út stórfyndið spil og vantar stuðning? Kíkið á Kommentakerfið.