Opinn hugbúnaður í rekstri

Eftir að hafa skoðað Twitterþráð um kostnað fyrirtækis við hugbúnað fór ég að pæla í því hvað ég er að spara með opnum hugbúnaði.

Ég nota Nextcloud í staðinn fyrir OneDrive/Google Drive/Office 365/Trello og margt fleira. Auðvitað þarf einhverja tölvukunnáttu að setja upp Nextcloud.

Það er Linux Mint á tölvunum.

Libre Office kemur í staðinn fyrir Microsoft Office – það spilar líka rosalega vel með Nextcloud.

Gimp/Krita/Inkscape í myndvinnslu – hef aldrei notað Photoshop að neinu ráði.

Í umbroti nota ég Scribus.

Fyrir upptöku og klippingu nota ég OBS Studio, Audacity og Kdenlive.

Margir nota ekkert póstforrit en þegar ég fór af Gmail byrjaði ég að nota Thunderbird og það er dásamlegt skipulagstól sem vinnur líka frábærlega með Nextcloud.

Bókhaldið er ennþá í lokuðu kerfi en mig langar að breyta því.

Þó það sé lítill kostnaður í þessu reyni ég reglulega að gefa þessum verkefnum peninga (þó mörg þeirra séu bara mjög vel fjármögnuð nú þegar).