Jóríkur: Síðasti karlinn

Y: The Last Man er ein af þeim teiknimyndasögum sem eru taldar með þeim bestu sem hafa komið út á öldinni. Í stuttu máli deyja allir karlar á jörðinni. “Hetjan” okkar hann Yorick lifir af og þarf að bjarga sér í sturluðum heim á meðan hann leitar að sinni sönnu ást.

Sagan náði að halda mér við efnið. En mér fannst þetta aldrei vera nógu gott. Persónurnar náðu mér aldrei almennilega. Eftirleikur plágunnar virkaði ósannfærandi á mig. Auðvitað þarf að gefa sér ákveðna hluti til að þjóna sögunni en það hefði bara þurft að gera þetta allt betur.