Símastandur á hljómborð (þrívíddarprent)

Eldri sonurinn er að æfa sig á hljómborðinu sínu með forriti sem heitir Simply Piano. Hann þarf því að hafa símann sinn þar sem hann getur séð hann. En hvernig á að gera það? Lukkulega var ég rétt að klára uppfærslu á þrívíddarprentaranum mínum.

Á Thingiverse fann ég hlut sem hægt er að smella á svipuð hljómborð til þess að styðja við nótnablöð. Ég prentaði hlutinn út til að sjá hvort þetta passaði á hljómborðið, sem hann gerði. En stykkið var alltof lítið til að halda símanum.

Ég opnaði því hlutinn í hönnunartóli og setti lengra bak. Ég breikkaði stykkið líka en til þess að væri auðveldara að smella því á hljómborðið breytti ég því þannig að það væri í laginu eins og keila á hvolfi. Mjótt neðst og breitt efst. Ég “klippti” líka tvö op á stykkið til að spara plastið.

Síminn á standinum.

Standurinn sjálfur.

Svona smellfestist standurinn á hljómborðið.

Virkar mjög vel.

Hægt er að finna standinn á Thingiverse.