Stutt helgi

Þessi helgi var stutt en að vissu leyti er það í lagi því tíminn á að líða hratt núna, þessi vika sérstaklega. Fimm dagar í þessari viku á dagvakt og síðan fjórir dagar í næstu viku á kvöldvakt, einn dagur frír til að fara á Foo Fighters. Förum að pakka fyrir alvöru núna í vikunni, núna eru akúrat tvær vikur í flutninga.

Vikan byrjar með kvöldverðarboði

Fór í kvöld mat til Helgu og Gumma. Þangað komu Anna systir á leið til útlanda og Óli frændi. Guðmar + Oddný með sín börn Mikael og Sóleyju. Síðan komu Árný og Hjörvar með Hrefnu og litlu nýfæddu og afar rólegu. Sóley er búin að finna út nafn á frænku sína, hún á að heita Kata, ekki Katrín heldur bara Kata. Hrefna er líka búin að finna nafn á systur sína, hún á að heita Hrefna sem ætti væntanlega ekkert að valda ruglingi.

Eftir klukkutíma setu náði ég í Eygló. Stuttu seinna fór barnafólkið og við spjölluðum til svona tíu. Gaman gaman. Anna kemur síðan aftur í ágúst og þá með Havali (sem einhver vildi kalla Hafliða á íslensku).

Dagurinn byrjaði illa…

…en skánaði heldur betur. Gleymdi pokanum með fötunum mínun og varð því seinn sem ég hata, meina ég virkilega hata að verða of seinn. Síðan var ég ekki í stuði í fyrsta verkefninu sérstaklega þar sem ég var ekki í kælinum en það lagaðist þegar það var metið og ég fékk fullan bónus. Það gaf mér 7000 kall aukalega í launaumslagið (þetta er gert einu sinni í mánuði). Vinnan var róleg af því Reykjavík var róleg um helgina. Í hádeginu sá ég sms frá Eygló sem fjallaði um vonir okkar um íbúð, það hressti mig. Ég var búinn rétt eftir fjögur sem er gott á mánudegi.

Þegar ég kom heim sá ég bréf í póstkassanum sem ég vonaði að væri Eric the Red með Tý en þær vonir urðu að engu þegar ég sé að þetta var eitthvað tímarit til einhvers Sigurðs Óla (það hef ég aldrei heitið). En bak við þetta leiðindaumslag var hins vegar tilkynning frá póstinum. Ég brunaði að ná í böggulinn og þá kom í ljós að þarna var Eiríkur Rauði kominn og þar að auki Týsbolur, sem er Large en það er stórt Large en ekki lítið Large einsog ég er vanur þannig að hann ætti að passa.

Lífið er ljúft….

Helginni lýkur með matarboði

Þessi helgi flaug á brott, ég var nú líka að vinna á laugardagsmorgun þannig að það er nú eðlilegt. Næsta helgi er löng þannig að almenn gleði mun þá taka við. Verð að gera eitthvað skemmtilegt innanbæjar. Síðan er verkefni morgundagsins að hitta barn, við vorum að spá í það í kvöld en vorum boðuð í kvöldmat á síðustu stundu.

Við vorum reyndar alveg að fara að elda þegar hringt var í okkur og sagt að okkur væri boðið í mat til Guðrúnar sem er dóttir Jóhannesar afabróður Eyglóar. Þarna voru að sjálfsögðu Jóhannes, Steinunn (mamma Eyglóar) og Reynir (afi Eyglóar) líka.

Við borðuðum og spjölluðum og ég lét vera að segja að mér finndist Berlusconi vera mafíósi. Tala ekki um pólitík við þennan ættlegg tel ég góða leið að vinsamlegum samskiptum.

Ég ætla annars að reyna að plata Reyni og Steinunni að fara með Jóhannesi á safnið til Stefáns í vikunni.