Kjallarinn hjá Dr. Gunna

Í viðtalinu í Zombie í gær var Dr. Gunni að spyrja Tý hvort þeir væru ekki að flytja til Íslands. Heri spurði í gríni hvort að hann hefði pláss í kjallaranum fyrir þá. Dr. Gunni svaraði þá að það væri ekkert pláss í kjallaranum því Eivör væri þar. Mér þótti það fyndið. Einnig var komment um Bryndísi Schram sem neyddi mig til að bakka úr hljóðverinu svo það heyrðist ekki í mér.

Léttruglað Létt FM

Sigurrós benti mér í gær á klausu hjá Sunnubeib um einhver leiðindakomment frá útvarpskonu um Freddie Mercury. Hún var að tala um að hún skyldi ekki hvers vegna Freddie væri á þeim stalli sem hann er. Svo ég vitni í Sunnu:Það er óumdeilanleg staðreynd að Freddy Mercury var snillingur!
Sáuð þið krakkana sem reyndu að taka Queenlög í Idol? Það er bara ekki samanburður sem söngvarar ættu að fara í. Hann var líka það fjölhæfur að hann gat sungið hvað sem er.

En ég var heima hjá Hildi áðan og þá var lagið ’74-’75 með The Connels í útvarpinu. Þegar laginu líkur byrjar konan að rugla eitthvað um að lagið sé frá sjötíu og eitthvað (það er frá 1993) og sé með hljómsveitinni The Cornels. Það er greinilega ekki spurt hvort fólk hafi vit á tónlist þegar það sækir um vinnu á þessari stöð.

Valtýr Björn ekki með fingurinn á púlsinum

Í morgun hlustaði ég á Skonrokk, entist meiraðsegja að hlusta á beljuna Jónínu Ben í nokkrar mínútur. Þetta var fínt. Valtýr Björn kom í þáttinn að tala um íþróttir (sem mér þótti óþarfa innlegg). Dr. Gunni og Grjóni spurðu hann spurninga um hvernig hann héldi að leikur milli hinna þessara karlaliða við hin og þessi kvennalið myndu fara. Síðan spurðu þeir Valtý hvort svona leikur hefði aldrei farið fram (semsagt karlalið gegn kvennalið), hann sagði að það hefði gerst en langt væri síðan. Þetta þótti mér ekki bera vott um áhuga á því sem er á seyði í íslensku íþróttalífi. Um síðustu helgi átti að fara fram leikur milli kvennaliðs Breðabliks og karlaliðs Snartar Kópaskeri. Ekki veit ég hvernig leikurinn fór (ekki einu sinni hvort hann fór fram) en Valtýr Björn skaut harkalega framhjá með því að vita ekki af leiknum (takið eftir snjallri notkun minni á íþróttalíkingamáli). Hvernig vissi ég annars af því að þessi leikur ætti að fara fram? Ég hlusta á Rás 2.

Vona núna að Skonrokk geti orðið klassísk útvarpsstöð sem fer ekki niður á það stig að þurfa að vera endalaust með machoaulakjaftæði. Og spila meira Queen.

Miðlar og morð

Þetta er alveg ótrúlegt, danska löggan náði þessum morðingja þarna án þess að fá hjálp frá íslenska miðlinum sem flaug alla leið til Danmerkur til að hjálpa þeim. Þvílíkt tillitsleysi, miðillinn hefði getað orðið frægur! Nema náttúrulega hann hafi ekki haft rétta manninn grunaðan… Sem ég er reyndar alveg viss um. Þessi rugludallur fór allaleið til Danmerkur til að trufla lögreglurannsókn. Þetta er eitt helsta vandamálið sem kemur upp þegar er verið að rannsaka mál sem vekja mikla athygli, þetta vekur upp alla rugludalla sem vilja athygli, allir vilja verða hetjur.

Er ekki stutt síðan að einhver annar Íslendingur hélt því fram að hann hefði einhverjar upplýsingar um eitthvað svona mál (morðið á stelpunum í Bretlandi í fyrra?) sem vakti mikla athygli? Síðan hvetja íslenskir fjölmiðlar þetta fólk áfram með því að veita því athyglina sem það þráir. Ég held að í kjölfar þessa þá haldi íslenskir rugludallar áfram að trufla lögreglurannsóknir sem vekja mikla athygli og hjálpi þar með raunverulegu glæpamönnunum að sleppa.

Í gær var síðan einhver miðill á Rás 2 að tala um þetta, hann sagði að lögreglan í Svíþjóð og Bretlandi notaði miðla (takið eftir að ég nota aldrei orðið falsmiðill því ég tel að slíkt þurfi ekki að taka fram (hvort sem miðlarnir sjálfir trúa eigin rugli)) eins og hvert annað tól. Ég leyfi mér að efast. Einu skiptin sem ég hef heyrt um að lögregla hafi notað miðla er þegar ekkert gengur og allt er glatað. En umsjónarmennirnir þáttarins á Rás 2 héldu varla vatni yfir því hvað þetta var spennandi og manni fannst einsog þeir vildi að íslenska lögreglan hefði bara miðil á launaskrá hjá sér.

Síðan eru einhverjir sem halda því fram að miðlar hafi einhvern tíman getað hjálpað lögreglunni. Ég tel að það geti verið en það er ekki vegna einhverra dulrænna hæfileika. Segjum að þú vitir eitthvað um glæpamál en viljir ekki koma fram undir réttu nafni þá er einfalt að tala við einhvern miðil sem vill athygli. Miðillinn stekkur fram og upplýsir lögregluna (eða fjölmiðla) um einhverja sýn sem hann fékk um málið og Bingó! Raunverulegur árangur, falskar aðferðir. Ef miðill getur hjálpað við lögreglurannsókn þá er réttast að yfirheyra hann ítarlega um hvaðan hann fékk upplýsingarnar því það var ekki frá vasaljósinu góða í Himnaríki.

Zombie

Í morgun hlustaði ég á Zombie að vanda (Zombie til klukkan 10, Radio Reykjavík til 12:20 og síðan Rás 2 þar á eftir). Hann var nokkuð góður, Sigurjón Kjartansson er á Akureyri að fylgjast með Essomóti (sonur hans að spila með HK held ég) og skoðandi menninguna. Ægilega fyndið þegar tveir úr hljómsveitinn Vínyl voru í viðtali fyrir sunnan meðan Sigurjón var í farsímanum að horfa á fótbolta. Doktorinn er síðan að gera heiðarlega tilraun til að láta reka sig með að spila lög sem aldrei fá að heyrast á X-inu. Glæsilegt alveg.

Þetta er færsla númer 100 síðan ég fór á Kaninkuna, 50 fyrstu vikuna, 50 næstu tvær og hálfa viku.

Zombie

Hlustaði á Zombie í gær, nokkuð góður þáttur. Á Móti Sól var í heimsókn þannig að Doktorinn og Grjóni voru sífellt að svívirða þá. Þegar þeir sögðu að öll eintök síðustu plötu hefðu selst þannig að hún væri ekki lengur til þá sagði Dr. Gunni einfaldlega “gott” og var þá líklega ekki að samgleðjast þeim með velgengnina. Á Móti Sól voru nokkuð góðir í þessu viðtali, tóku svívirðingunum með húmori og skutu líka á Doktorinn (“þetta frá manninum sem samdi Prumpulagið”). Síðan var einhver Skítamóralsnáungi og það fór merkilega skemmtilega fram. Mér er minnisstætt hvernig gert var grín að Unplugged plötu Greifanna enda er hún frekar glötuð.

Síðan kom Útvarpsleikrit þar sem Siggi Pönk kom eftirminnilega fram. Zombie topp 11 listinn var líka fyndinn. Listinn fjallaði um væntanleg “sellout” og innihélt meðal annars:
“Hæ krakkar þetta er Jónsi úr Sigur Rós. Ég drekk bara Pepsi því það er svo kúl”
“Þetta er Siggi Pönk, ég borða bara á American Style”
Gyrðir Elíasson notar bara Sjampó frá Flembís.

og síðan að lokum uppáhaldið mitt:
“Ha, þú hér?” “Ha, þú hér?” “Ha, þú hér?” “Ha, þú hér?” “Gáfuðu tvíburarnir Sverrir og Ármann nota bara gleraugu frá Gleraugnaverslun Flembís”.

Síðan er spurningin: Hvað er Flembís? Svör skulu koma í kommentakerfinu, sérstök verðlaun verða líklega ekki veitt.

Ég verð samt að efast um að stór hluti hlustenda X-isisins (einsog einn viðmælandi þeirra komst að orði í gær) fatti tilvísanir í Gyrði Elíasson, Sigga Pönk og “Gáfuðu Tvíburana”. Ég hef hins vegar gaman að því þannig að það skiptir mig ekki máli.

Síðan má geta þess að ég hef einsog er ekki fastan tengil á Sverri en hann er inn á Molalistanum hér við hliðina, það á bara eftir að uppfæra nýju staðsetninguna á honum. Ég vona að ég missi ekki hlekkinn þó hann sé ósýnilegur í bili, reyndar er ég líka á þessum lista ósýnilegur. Spurning hvort maður ætti að læra eitthvað um rss til þess að geta bætt við þeim sem vantar pláss. Ég man einmitt að einhver bjó til yfirlit yfir Ármann svo maður gat haft hann inni með smátrixi þó hann væri ekki á Molunum. Langar líka að bæta inn Neil Gaiman.

Þetta minnti mig síðan á að það væri þægilegt ef hægt væri að búa til lítið Kaninku lógó til að hlekkja á forsíðuna, það gæti beint meiri umferð til félaga vorra.