Eygló er búin að gleyma tvisvar ef ekki þrisvar að gera þetta svo ég geri það bara héðan. Hjörvar, þér og fjölskyldunni er boðið í pönnukökur á sunnudaginn, einhvern tíman uppúr þrjú. Endilega svaraðu í athugasemdakerfið. Árný má náttúrulega líka svara en ég held að það séu töluvert meiri líkur á að Hjörvar reki inn nefið.
Category: Fjölskyldan
Gestalaus í bili
Ég skutlaði Hafdísi og Sóleyju á flugvöllinn áðan þannig að við erum gestalaus í bili. Á flugvellinum yfirgaf Hafdís mig í biðröðinni til að fara að túlka fyrir Grænlending sem langaði að komast til Nuuk.
Uppáhaldsfrændi
Við erum búin að vera með gesti þessa viku, Hafdís systir og Sóley dóttir hennar (naggarinn af myndinni) af verið síðan á föstudag en Mummi mágur var föstudag til sunnudags. Ég hef tekið þónokkuð af myndum í vikunni, þær koma seinna.
Í morgun ætlaði Sóley litla (sem verður bráðum sjö mánaða) ekki að hætta að gráta og neyddi mig loksins á fætur. Eftir að ég hafði heilsað upp á hana þá þagnaði hún um leið enda hlít ég að vera uppáhaldsfrændi.
Á sunnudag fórum við í heimsókn til Dúdda og Ágústu um daginn og Pugsley fékk að láta Sóleyju rífa í eyrun á sér, mjög vinsælt.
Sama kvöldið fórum við til Árnýjar og Hjörvars, Árný hjálpaði mér við fyrirlesturinn sem ég flutti á mánudagsmorgun. Árný á annars afmæli í dag, til hamingju!
Frænka á afmæli
Hrefna litla á afmæli í dag, til hamingju með það ef þú lest þetta einhvern tíman.
Heimsókn til Árnýjar og Hjörvars
Við skruppum alla leið til Árnýjar og Hjörvars og eyddum kvöldinu þar. Okkur var meiraðsegja boðið í kvöldmat að borða eitthvað sem ég kann ekki að stafsetja en var bara gott þrátt fyrir það. Spiluðum vist, ég og Árný tókum fyrstu spilin án fyrirhafnar en Hjörvar og Eygló tóku sig á og þetta hefur líklega verið nærri jafnt í lokin. Blái Hnötturinn týndist og það var mikið mál.
Tókum myndir.
Heimsókn til Árnýjar og Hjörvars 10. ágúst 2003
Una, aðeins stærri en þegar við hittum hana síðast. Hrefna hélt því fram að gráturinn í Unu hræddi hana. Una og Eygló hafa mikið að spjalla um. Hrefna er ekki tilbúin að sitja fyrir í fanginu á Óla frænda. Hrefna góð við Unu systur sína. Hjörvar að sveifla barninu aðeins um. Hrefna gerir sig tilbúna að kyssa alla góða nótt. Óli kyssir Hrefnu góða nótt (Eygló og ) Una Árný og Una Hjörvar, Una og Árný að spila. Hjörvar, Una og einhver hálfviti sem fær ekki næga athygli. Og þá kvöddum við þau sem voru vakandi.
Draumakóngurinn, hryllingsmyndir og videogláp unglingsára
Sandman er enn á náttborðinu þó Náttborðið hér við hliðina sé ennþá bilað.
Nú er fullt af fólki sem hefur ekki lesið teiknimyndasögur og hefur fordóma, ég get bara sagt þeim að kíkja á þetta, frábært alveg.
Ég var annars að rifja upp að ég hef lesið eina nútímateiknimyndasögu á ensku, það var einhver Dark Knight saga um Batman (ef ég man rétt), Dúddi lánaða mér hana. Dúddi hafði mikil áhrif á smekk minn á þeim árum sem þau bjuggu á Akureyri þó ég hafi aldrei fallið eins mikið fyrir hryllingsmyndunum og til dæmis Aðalsteinn frændi. Spurning hvort maður hefði nokkurn tíman séð Friday the 13th eða Texas Chainsaw Massacre ef það hefði ekki verið fyrir Dúdda, meiraðsegja með hollenskum texta.
Man eftir einu skipti þar sem Aðalsteinn gisti hjá mér Hrísalundi (einsog hann gerði oft þegar hann var í bænum) og við fengum bunka af myndum frá Dúdda. Ég gafst reyndar upp frekar snemma en vaknaði og kíkti inn í stofu þar sem Aðalsteinn var að horfa á einhvern viðbjóð sem er vafamál að mamma hans hefði leyft honum að horfa á, hann hefur verið 12-14 ára líklega (reyndar er ekkert vafamál að mamma hans hefði ekki leyft honum að horfa á þetta). Mér brá bara þegar ég leit á skjáinn, reyndar var þetta bara Evil Dead 2 en það dugði samt.
Síðan stunduðum við Starri og Aðalsteinn það á þessum tíma þegar við höfðum klárað fjölskylduboð að fara á videoleigu og taka 2-3 myndir og horfa á fram á nótt. Með skemmtilegri tímum í æsku minni. Man að við vorum einu sinni að horfa á einhverja mynd (held að það hafi verið The Hunt for the Red October) og Aðalsteinn sofnaði í tveimur stólum (með fæturna á öðrum). Við Starri ákváðum að troða Aðalsteini inn á baðherbergi svo hann myndi vakna þar um morguninn en því miður vaknaði hann í dyragættinni, við vorum nálægt markinu en það tókst ekki alveg.
Hús og Híbýli
Eygló var að sýna mér grein úr nýjasta Hús og Híbýli, þar er íbúðin þeirra Ágústu og Dúdda, meiraðsegja mynd af Ágústu líka. Nokkuð góð grein með og persónuleiki þeirra skýn svoltið mikið í gegn…
Það er annars of langt síðan ég fór þangað í heimsókn.
Nú eigna ég mér hana
Eygló var að skoða gamlar myndir af mér og ég kíkti líka. Þegar við vorum að skoða ungbarnamyndir af mér þá sá ég alltíeinu hvað Sóley litla frænka er lík mér (þó ég hafi ekki verið jafn hárprúður og hún er), þá sérstaklega ákveðnir svipir. Ef ég hefði skanna þá myndi ég setja upp síðu tileinkaða þessum líkindum okkur. Fjölskylda Mumma mágs hefur að miklu leyti getað eignað sér útlitið á barninu en ég geri hér með tilkall til stelpunnar (allavega að einhverju leyti).
Heimsókn til stækkaðrar fjölskyldu
Við fórum áðan til Árnýjar og Hjörvars og tókum myndir. Sökum áskoranna þá birti ég ekki jafn mikið af myndum og ég er vanur, ég á samt margar í viðbót, kláraði kortið alveg.
Hrefna opnar sína gjöf Hjörvar horfir áhugasamur (á sjónvarpið) – Hrefna almennt glöð Litla heilsar frænda og kynnist flössunum sem fylgja heimsóknum hans Erum við feimnar? Ólafingur notaður í samanburð Hrefnufingur notaður í samanburð Hrefna ber sinn fingur við Ólafingur Verið að veifa Hrefna sorgmædd Hrefna glöð (augnabliki seinna) Litla í fangi pabba síns Hrefna full ábyrgðar heldur á systur sinni Aðeins hressari hér Við erum hressar líka Hjörvar með litlu sína Óli með litlu frænku.