Regla á matnum?

Ég held að reglan í þessu mötuneyti sé að því minna spennandi sem maturinn sé á pappír (eða tölvuskjá) því betri er hann í raun. Góðar kjötbollur í dag. Pítan í gær var hins vegar skelfileg, pítubrauðið var bara eins og hamborgarabrauð sem var ekki alveg skorið í sundur. Hamborgarinn var hins vegar verstur, eftirbragðið sat í mér heillengi. Reyndar fékk ég After Eight hjá Öggu sem tók versta bragðið út en ógeðstilfinningin var ennþá þegar ég var að fara í rúmið í gærkvöldi.

Eðli hrísgrjóna

Ein auglýsing fór hræðilega í taugarnar á mér, það var auglýsing um hrísgrjón. Þessi töfrahrísgrjón voru gædd þeim frábæru eiginleikum að þau festust ekki saman. Hvers vegna í ósköpunum mega hrísgrjón ekki festast saman? Persónulega finnst mér betra að þau festist saman, það er auðveldara að éta þau þannig. Ef hrísgrjónum væri ekki ætlað að festast saman þá myndu Kínverjar ekki éta þau með prjónum.