Setlistinn

Á heimasíðu Duran má finna setlistann:
(Reach up for the) Sunrise
Hungry like the Wolf
Planet Earth
Union of the Snake
What Happens Tomorrow
Come Undone
Chains
Sound of Thunder
Tiger Tiger
Chauffeur
A View to a Kill
Ordinary World
Save a Prayer
Taste the Summer
Notorious
Nice
Careless Memories
Wild Boys
The Reflex
Girls on Film
Rio
Einsog fleiri hafa minnst á þá er aukalag í uppklappinu þarna miðað við undanfarna setlista, The Reflex. En þeir tóku ekki geimnautið sem ég hélt að yrði með.

Sjitt hvað þetta var gaman. Ef einhver bootleg eru í gangi þá má láta mig vita.

Sing blue silver

Einfaldlega bestu tónleikar sem ég hef farið á hér á landi, sigrar þar með Rammstein, Placebo, Foo Fighters og Iron Maiden.

Við fórum í mat til Árnýjar og Hjörvars, þar hittum við Magga Teits og Hafdísi systur. Við skyldum Árnýju eftir heima og röltum af stað. Alltaf gaman að vera í bol í rigningu, allavega skemmtilegra en að vera í jakka á tónleikum. Við komumst nokkuð fljótt inn, ég og Eygló fengum A-svæðisbönd en ekki hin þrjú. Ég byrjaði á að kaupa mér bol og síðan komum við okkur inn.

Við settumst í „stúkuna“ og vorum þar á meðan Leaves spilaði, voðalega er það óspennandi band. Þegar var klukkan var svona kortér í níu þá brutumst við Eygló inn á A-svæðið, það gekk ekkert of vel en við enduðum á frábærum stað með gott útsýni á John Taylor. Reyndar var gott útsýni á alla nema kannski Andy, Roger augljóslega nokkuð falinn samt bak við trommurnar.

Tónleikarnir voru pottþéttir frá upphafi til enda, sumir voru reyndar ekki að fíla nýju lögin en við Eygló vorum búin að kynna okkur þau og vorum með á nótunum. Mig grunar reyndar að Hafdís hafi verið eitthvað mótfallin *Come Undone* sem mér finnst svívirða.

Hápunkturinn fyrir mig var *The Chauffeur*, þegar það var að byrja klappaði ég áður en nokkur fattaði hvað væri á seyði. *Ordinary World* var augljóslega líka stórt númer enda er það lagið okkar Eyglóar.

Þeir tóku þrjú aukalög en ekki bara tvö. Simon tók sundsprett í krádinu og dró síðan stelpu upp á svið með sér. Mikið fjör. Afar skemmtilegt.

Eini bömmerinn er að *Is there something I should know?* skyldi ekki hafa verið spilað en ég vissi það svo sem fyrirfram. En fyrsta flokks skemmtun alla leið. Þeir kunna þetta. Og voðalega er Simon skemmtilega hallærislegur.

Sama spurning og áður, ekki erfið enda held ég mig við LP þekkingu ólíkt Tóta.

Eddie Rips Up Egilshollin Reykjavik 07/06/05

Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Það er reyndar svo að ég er ekki stór aðdáandi Iron Maiden en mér þótti óhæfa að sleppa þessu.

Ég sótti Eygló í vinnuna og við keyptum okkur pizzur til að verða ekki svöng á tónleikunum (við lentum illa í því á Plant-tónleikunum þar sem eingöngu voru seldar rándýrar flögur og litlar kókdósir). Við komum rétt fyrir sex en þá átti húsið að opna, það opnaði samt ekki klukkan sex, opnaði seint og síðarmeir. Hugsanlega vegna vandamála með eldvarnareftirlitið, heyrði starfsmenn eitthvað vera að ræða það.

Þar sem ég stóð fyrir utan Egilshöll þá kom mér til hugar skrif Robert Rankin um hópa ungra karlmanna í svörtum bolum, þeir voru nefnilega þarna. Ég held að Iron Maiden gæti átt met í fjölda seldra hljómsveitabola, Eddie er bara draumaækon þegar maður er 12-15 ára unglingsstrákur. Sjálfur eignaðist ég raunar ekki Maiden bol fyrr en í kvöld. Eygló keypti sér líka bol.

Við komumst nokkuð snemma inn og plöntuðum okkur á góðum stað á B-svæðinu sem við vorum á alla tónleikana. Rétt áður en upphitunarhljómsveitin byrjaði þá sá ég Aðalstein frænda koma í áttina að mér með fríðu föruneyti. Hann settist alveg rétt fyrir framan mig en tók ekkert eftir mér fyrren ég reif í hárið á honum og Solla benti á mig.

Nevolution hitaði upp og þeir voru alveg ágætir, stúlkan sem var að selja bolina þeirra var hins vegar ekki mjög upptekin þegar við litum til hennar.

Rétt áður en Maiden byrjaði þá sá ég Dúdda frænda og leit til hans, til að spjalla við hann þá fór ég á pallinn sem var þarna fyrir hjólastóla (gott framtak það). Eftir smá spjall heyri ég að einhver er að tala illa um mig fyrir að vera að nota hjólastólapallinn til að sjá betur. Ég leit við og útskýrði fyrir manninum að ég ætlaði nú ekki að vera þarna meðan hljómsveitin væri að spila heldur bara að spjalla við frænda minn aðeins (ég var ekki fyrir neinum). Það var hins vegar ekkert að því að skammast út í mig þarna, sjálfur hefði ég örugglega einmitt gert það sama í hans sporum ef ég hefði haldið að einhver ætlaði að misnota sér aðstöðu ætlaða fötluðum.

Eftir útskýringuna þá minnti ég manninn á að við hefðum unnið saman fyrir nokkrum árum. Hann mundi strax eftir mér og mundi meiraðsegja að ég héti Óli. Þar sem við tveir unnum þá vorum við báðir duglegir að gagnrýna yfirmenn okkar fyrir að fara illa með starfsfólkið og vorum báðir reknir fyrir vikið. Við blótuðum þessum bjálfum aðeins og síðan hvarf ég aftur til sætis míns. Þegar ég var kominn aftur þá sá ég að Eyþór var við hliðina á Dúdda og ég hafði ekkert tekið eftir honum.

Ég veit ekki hvað ég á að segja um Maiden. Flottir tónleikar, ég sjálfur þekkti ekki öll lögin en þó komu þarna mörg sem eru í uppáhaldi. Run to the Hills og Number of the Beast voru hápunktar en Hallowed Be Thy Name og Phantom of the Opera stóðu líka uppúr.

Þegar ljóst var að tónleikunum var lokið þá drifum við okkur út, fórum að bílnum sem hafði verið komið fyrir á mjög strategískum stað og brunuðum heim. Við vorum ekki nema um kortér út Grafarvoginum.

Ég ætlaði annars að nýta tækifærið að til að biðjast afsökunar á brandara mínum um nafn Grafarvogs í færslu fyrr í dag, hann var afar slakur.

A eða B?

Ég ætla á Iron Maiden. Við Eygló ætlum á Iron Maiden. Mér þykir Iron Maiden skemmtileg hljómsveit. Við ákváðum samt ekki að bíða í röð eða nota sambönd til að redda miðum. Það er ekki mikil ásókn í þetta, Íslendingar kunna ekki gott að meta. En við sjáum Villa Stebba þarna, það er alveg ljóst, og Frímann bróður hans jafnvel.

En stóra spurningin til þeirra sem fóru á Metallica er: A eða B? Hvar eigum við að vera? Var þess virði að vera á A? Er B eitthvað mikið verra? Sér maður nóg á B? Er hitinn of mikill á A?
Endilega svarið mér.

Brúðarbandið í gærkvöld

Við Eygló fórum á útgáfutónleika í gær, við tókum með okkur Halla og Hjördísi og síðan komu Palli og Hildur hans og sátu hjá okkur. Ég kynnti mig fyrir Sísí en spjallaði ekki neitt enda hafði hún nóg annað að gera sýndist mér, ég var að spá í að kynna mig líka fyrir Unni en hún var niðursokkinn í samræður þannig að ég ákvað að trufla hana ekki. Skátar hituðu upp og voru mjög öflugir í fyrsta laginu en það var toppurinn á þeirra dagskrá. Hljómborðsleikarinn minnti mig töluvert á Bjarna Má. Þá er blognamedropping næstum því lokið, það hefði getað verið mun meira af því enda get ég ímyndað mér að bloggarar hafi verið þarna í tugatali, jafnvel tylftum.

Brúðarbandið rokkaði náttúrulega og við keyptum diskinn þarna, ég keypti ekki bol af því mér fannst þeir of stuttir (mér sýndist ummálið vera í nægilegt) og líklegir til að gera mig að pípara, Eygló fannst bolirnir hins vegar of litlir. Ég ætlaði nú að ná á Bigga en sá hann hvergi, var hann ekki á staðnum eða?

fuck the government, fuck their killings, fuck their lies

Placebo, frábær hljómsveit alveg, frábærir tónleikir. Falleg rokktónlist. Ég er ánægður og myndi helst vilja fara aftur að sjá þá.

Ég var samt lítið hress og fólkið sem var með okkur í stúkunni var ákaflega lítið skemmtilegt. Þegar kom að uppklappi þá fékk ég fólk til að standa á fætur en það settist aftur niður þegar hljómsveitin var byrjuð að spila, fólk stóð aftur á fætur í seinna uppklappinu en settist aftur niður, fólkið stóð loksins almennilega á fætur í Nancy Boy. VIP-fólkið sem sat rétt hjá mér var alveg leiðinlegast, dauft og úr takti.

Ég hefði hoppað niður í þvöguna ef ég væri ekki svona eftir mig útaf veikindunum.

Settlistinn var góður, bara einstaka lag sem maður saknaði.

Mig langar að vita hvers vegna þeir voru sífellt að skipta um hljóðfæri, það var afar undarlegt. Brian Molko er afar skemmtilegur á sviði, hann talaði fyrst eftir svona þrjú eða fjögur lög og sagði þá „thanks, takk“ og bætti síðan við þegar fólk fagnaði þessum orðum hans „it speaks“. Ef ég myndi búa til lista einsog systir mín kæra þá færi Brian líklega á hann.

Annars þá gekk allt á afturfótunum á leið okkar á tónleikana, fyrst gleymdum við miðunum heima sem var reyndar allt í lagi af því biðröðin var stutt. Næst týndi Eygló miðunum inn í bílnum, við vorum heillengi að finna þá og vorum orðin afar áhyggjufull.

Eivör í stúdentakjallaranum

Við fórum í hópferð í Stúdentakjallarann að sjá Eivöru syngja og spila. Einsog vanalega mættum við Eygló fyrst og náðum að taka, við enduðum síðan 8 (9 með pabba Nils) með 5 sæti. Það var nefnilega svoltið mikið af fólki þarna, troðfullt reyndar. Ég tók nokkrar myndir af Eivöru og sýndi fólkinu í kringum mig sem var ekki nógu hávaxið til að sjá hana.

Hljóðkerfið var ekki alveg að þola Eivöru á köflum en skemmdi ekki upplifunina. Hún tók mörg lög sem ég hafði ekki heyrt hana taka áður og flest voru þau stórkostleg.

Foo Fucking Fighters

Við (Eygló, Óli og Hjördís) fórum á Foo Fighters í kvöld. Reyndar byrjuðum við að fara á American Style. Staðurinn var nær tómur þegar við komum inn en þegar það var verið að afgreiða okkur þá myndaðist biðröð, við sáum flesta úr röðinni aftur á tónleikunum.

Við mættum að Höllinni svona korter yfir sex og fórum í biðröð. Ég hef ákveðið að stofna svona dauðasveitir til að myrða alla sem troðast framfyrir í biðröðum. Klukkan sjö var hleypt inn, við komust frekar fljótt og fundum okkur sæti í stúkunni. Ég skrapp á klóstið áður en tónleikarnir hófust og hitti þá Villa Stebba, spjallaði aðeins við hann áður en ég fór aftur upp.

Eftir að áhorfendur höfðu margoft fagnað hljóðmönnum og róturum þá kom loksins hljómsveit á svið. Ég sagði að þessir náungar væru svo magrir að þetta væri örugglega Vínyll. Þeir voru svosem ágætir en ekki minn tebolli. Annars þá datt mér í hug hvað Júníusbræður minna mig á Óla Njál, allavega ef hann væri uppdópaður og sjúskaður (ég er hér ekki að dæma um líferni bræðranna).

Næst kom hljómsveitin My Morning Jacket og hún var nokkuð góð en greip ekki alveg.

Næst kom langt hlé þar til að hljóðmenn og rótarar höfðu fengið nóg af því að láta klappa fyrir sér þá kom Dave Grohl á svið. Grohl byrjar þá bara að spjalla og segir frá því að þeir hafi verið að borða á Stokkseyri þar sem þeir heyrðu síðan einhverja hljómsveit æfa. Þeir banka upp á og byrja að djamma með þeim, að lokum sagðist hann hafa boðið þeim að koma og spila eitt lag á tónleikunum. Grohl kynnir þá vini sína frá Stokkseyri, Nilfisk. Nilfisk er skipuð strákum sem eru svona 14-16 ára. Þeir spiluðu sitt lag og það var vel tekið á móti þeim enda voru þeir góðir.

Söngvari Nilfisk tók síðan og kynnti Foo Fighters en þurfti reyndar að spyrja hvaðan þeir væru (Grohl sagði cirka Kalifornía). Og All my life byrjaði og þeir rokkuðu. Þeir reyndar snarbreyttu um gír frá þeim tónleikum sem ég hafði skoðum lagalista yfir og tóku miklu fleiri lög (til að mynda 5 (minnir mig) aukalög í stað 2-3).

Fyrir síðasta lagið þá hélt Dave Grohl mikla ræðu um að Íslandi væri svalasti staður í heimi og að hann vildi koma hér árlega (að sumarlagi). Ræðan var svo innileg að maður trúði honum eiginlega.

Að vera í stúku var mjög fínt, horfði að vísu stundum niður á þvöguna og langaði að vera með en ég minnti síðan sjálfan mig á það hvernig þetta er raunverulega. Sumir voru samt mjög bældir í stúkunni og sátu nærri stjarfir en þegar var verið að klappa Foo Fighters upp þá stóðu nær allir á fætur og settust ekki aftur. Forstjóri Norðurljósa sat rétt hjá mér og mig langaði ægilega að óska honum til hamingju með það að hafa jarðað fréttastofu Stöðvar 2 en ég fékk ekki nógu gott tækifæri (hann fór áður en tónleikarnir voru búnir). Logi Bergmann sat líka í tröppunum rétt hjá mér í smá tíma og ég sá hann misstíga sig svo harkalega að hann hrundi næstum yfir saklausa áhorfendur.

Eftir tónleikana hitti ég Kela fyrrverandi vinnufélaga og spjallaði við hann, sagði honum „E. Furlong“ söguna. Við vorum síðan merkilega fljót að komast burt þó stelpa á stórum jeppa hafi reynt að drepa okkur með vanþekkingu sinni á því hvernig hringtorg virka.

Og þetta var gaman.