Efni frá BBC ókeypis fyrir alla í framtíðinni

Neil Gaiman vísaði á þessa frétt. Þarna kemur fram að markmið BBC er að gera allt efni sem hefur verið framleitt þar aðgengilegt á netinu, bæði sjónvarps- og útvarpsefni. Þetta eru augljóslega stórfréttir og vissulega alveg stórkostlegar. Sú tilhugsun að geta bara skroppið á heimasíðu BBC og valið á milli Black Adder, Drop the Dead Donkey, Coupling, Monty Python og alls þess frábæra sjónvarpsefnis sem hefur komið frá þeim er ótrúlega lokkandi. Svo maður tali ekki um tónlistarupptökur, bæði úr sjónvarpi og útvarpi.

En hvenær verður þetta? Erfið spurning.

Hvenær mun RÚV stökkva til og gera það sama? Málið er að ef afnotagjaldið verður fellt inn í skattana þá er engin afsökun fyrir að sleppa því að skella þessu á netið (þyrftum náttúrulega að borga aðeins fyrir það en það væri þess virði). Ímyndið ykkur að í hvert skipti sem gæði áramótaskaupsins eru rædd þá og það borið saman við eldri skaup þá væri bara hægt að skreppa á netið til að bera saman.

Þetta er allavega mjög falleg framtíðarsýn.

Bustarfell á safnadegi

Rétt áðan var verið að sýna frá Bustarfelli, Eygló gat bent á alla og sagt þetta er þessi og þetta er þessi. Meðal annars sást ömmubróðir hennar sem ég þekki alltaf strax því hann er svo líkur ömmu hennar. En við sáum ekki Evu (sem er títtnefnd hér, þ.á.m. var auglýst eftir vinnu fyrir hana í gær). Kannski hefði Eva getað komið sér í sjónvarpið ef hún hefði farið í þjóðbúning og gert sig sæta?
Ég lifi í voninni að Eva kommenti um einhverja færsluna mína…

Steypt fréttamennska

Áðan var frétt á RÚV um sölu á Sementsverksmiðjunni, ekki ætla ég að tala um það undarlega mál heldur um fréttina sjálfa. Fréttin byrjaði á þessa leið:”talsmaður Flemmbýs segir að salan á Sementsverksmiðjunni sé algjör steypa”. Í lok fréttarinnar var síðan talað við þennan talsmann og þá var hann spurður hvort mæti segja að þetta mál væri tóm steypa, hann sagði að í löngu máli að það gæti nú passað. Þá var hann spurður aftur og þá sagði hann að þetta væri steypa. Gat fréttamaðurinn ekki bara rétt manninum miða með því sem hann átti að segja til að hægt væri að gera svona skemmtilega fyrirsögn. Aum fréttamennska vissulega.

Frábær tillaga

Katrín Jakobsdóttir skrifaði pistill um Sjónvarpið á Múrinn. Þarna kemur hún með tillögur um endursýningar sem er mjög þörf og góð. Sérstaklega væri skemmtilegt ef Sjónvarpið gerði einsog hún bendir á og sýndi gömul myndbönd með intro’i frá listamönnunum sjálfum.

Mér finnst hins vegar óþarfi að endursýna Foxtrott og Stellu í Orlofi, það mætti brenna öll eintök af þeim myndum með mig dansandi sigurdans í kring.

Nigella

Ég var að horfa á Nigellu í eldhúsinu, ekki sérstalega spennandi. Undarlegt hve oft virtist passa vel að hafa brjóstin hennar í mynd. Hún eldaði eitthvað jukkittíjukk með ótal hráefnum en hélt því fram að þetta væri svipað flókið og spagetti í tómatssósu. Síðan var að hún var með eitthvað sem var alveg einsog spagetti en var ekki spagetti, greinilega margt sem ég veit ekki.

Í kjölfarið þá hitaði ég hrísgrjón upp og fékk súrsæta sósu út á. Amm.