N4 og framtíð sjónvarps

Eygló mín horfir reglulega á N4. Ólíkt mér sem þó bjó í 22 ár á Akureyri. Hún bjó þar bara í tvö ár.

Þeir sem hafa ekki horft vita væntanlega ekki að þættir eru endurteknir aftur og aftur. Og væntanlega aftur.

Ég skil ekki hvers vegna sjónvarp er svona (ennþá) í dag. Af hverju eru þessir þættir ekki bara aðgengilegar í gegnum myndlyklakerfi Voðafóns eða Símans? Hvers vegna er fólk að láta sjónvarpsstöðvar skipuleggja dagskránna fyrir sig þegar það gæti skipulagt hana sjálf?

Að keppa við niðurhal á erlendum þáttum

Stöð 2 tók nýlega upp á því að sýna Game of Thrones innan við sólahring frá því að þátturinn er sýndur í Bandaríkjunum. Það er ágæt leið til að keppa við niðurhal. Þetta erlenda efni er víst líka aðgengilegt í gegnum netið. Sem er líka ágætt. Mér sýnist þeir hins vegar setja erlenda efnið á netið eftir að það er frumsýnt í sjónvarpi. Það er ekki alveg jafn góð samkeppni við erlenda niðurhalið.

Mér dettur í hug að Stöð 2 gæti sett erlendu þættina á netið um leið og þeir eru komnir í hús (og Voddið eða hvað sem það heitir). Ég veit reyndar ekkert hvernig fyrirtækið fær þættina senda í dag. Þegar ég vann þarna komu sumar seríur í heilu lagi í kössum en aðrar voru sendar á stökum spólum. Kannski fá þeir þetta sent rafrænt núna og kannski ekki. Ef þeir fá, eða geta fengið, þættina senda rafrænt þá ættu þeir að skella þeim beint á netið. Það væri um leið aðferð til að koma þáttunum í hendur þýðenda. Þá þyrftu ekki að taka þættina sérstaklega upp fyrir þá (þegar ég vann þarna fengu þýðendur þættina á myndbandsspólum).

Ég held að það sé engum sem þykir sérstaklega gaman að eltast við að hala niður sjónvarpsþáttum af netinu og ef þeir gætu treyst því að hafa þá aðgengilega á sama tíma án fyrirhafnar beint í sjónvarpið sitt þá myndu örugglega margir þiggja það með þökkum (og greiðslum).

Þetta tengist líka því, sem ég hef talað um í mörg ár, að sjónvarp sem gefur þér aðgang að ákveðnu efni á ákveðnum tíma sé deyjandi miðill. Þetta mun líka, í fyllingu tímans, vonandi frelsa okkur frá þeirri ónáttúru að allir sjónvarpsþættir þurfi alltaf að vera jafn langir. Við sjáum til dæmis á Game of Thrones og öðru frá HBO að þeir leyfa sér alveg að flakka með lengdina á þáttunum. Þarfir efnisins fá að ráða frekar en takmarkanir miðilsins.

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 5

Ég póstaði tveimur lögum úr sjónvarpsþáttum á Facebook um daginn og datt síðan í hug að búa til gamaldags bloggleik. Þetta er fimmti og síðasti dagurinn sem ég birti lag. Þið reynið að þekkja það og setjið athugasemd ef þið haldið að þið þekkið það. Sá sem er fyrstur vinnur hverja umferð. Í húfi er heiður ykkar.

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 5

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 4

Ég póstaði tveimur lögum úr sjónvarpsþáttum á Facebook um daginn og datt síðan í hug að búa til gamaldags bloggleik. Fram á föstudag birtist eitt lag á dag. Þið reynið að þekkja það og setjið athugasemd ef þið haldið að þið þekkið það. Sá sem er fyrstur vinnur hverja umferð. Í húfi er heiður ykkar.

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 4

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 3

Ég póstaði tveimur lögum úr sjónvarpsþáttum á Facebook um daginn og datt síðan í hug að búa til gamaldags bloggleik. Fram á föstudag birtist eitt lag á dag. Þið reynið að þekkja það og setjið athugasemd ef þið haldið að þið þekkið það. Sá sem er fyrstur vinnur hverja umferð. Í húfi er heiður ykkar.

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 3

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 2

Ég póstaði tveimur lögum úr sjónvarpsþáttum á Facebook um daginn og datt síðan í hug að búa til gamaldags bloggleik. Fram á föstudag birtist eitt lag á dag. Þið reynið að þekkja það og setjið athugasemd ef þið haldið að þið þekkið það. Sá sem er fyrstur vinnur hverja umferð. Í húfi er heiður ykkar.

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 2

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 1

Ég póstaði tveimur lögum úr sjónvarpsþáttum á Facebook um daginn og datt síðan í hug að búa til gamaldags bloggleik. Fram á föstudag birtist eitt lag á dag. Þið reynið að þekkja það og setjið athugasemd ef þið haldið að þið þekkið það. Sá sem er fyrstur vinnur hverja umferð. Í húfi er heiður ykkar.

Lög úr sjónvarpsþáttum dagur 1

Af íþróttafréttum

Áðan þegar ég horfði á fréttaþulinn gefa boltann á íþróttafréttamanninn á hressilegan hátt þá kom mér nokkuð til hugar. Ef fréttaþulurinn væri kaldhæðinn og bitur yfir því að þurfa að gefa íþróttunum þennan tíma þá myndu íþróttafréttirnar væntanlega fara minna í taugarnar á mér. Ég myndi til dæmis vilja heyra: “Nú er kominn tími á íþróttafréttir sem eru settar á besta tíma fyrir fólk sem heldur að áhugamálið þeirra sé af einhverjum ástæðum nógu merkilegt og áhugavert til að verðskulda daglega umfjöllun eins og um raunverulegar fréttir væri að ræða”. Yfirhöfuð væri þetta rökréttara ef þetta væru bara hobbífréttir og við myndum líka fá að heyra hvernig gangi í stríðum sem eru í gangi í heimi Eve Online. Tölvuleikjaspilarar eru hins vegar lukkulega ekki haldnir þeirri ranghugmynd að það sé nauðsynlegt að koma slíkum upplýsingum í fréttatíma.

Kosningin í gær

Áðan spurði Hrefna frænka mín okkur hvað við hefðum kosið í gær. Hugsanalaust sagði ég “Sóleyju”. En það var misskilningur minn því næstum tíu ára stelpa er að sjálfsögðu að hugsa um allt annað. Ég skemmti mér konunglega yfir þessu í gær. Brandarinn “‘Æ, hvað eigum við að gera ef við vinnum – það verður svo dýrt” varð fyndnari og fyndnari eftir því sem leið á stigagjöfina.

Mitt lag komst ekki upp úr riðli og er það slæmt. Það var annars íslensku álitsgjöfunum til skammar hvernig þeir létu þegar það var spilað. Við Eygló komum okkur hins vegar saman um að kjósa Rúmeníu en við vorum svosem sátt við sigurvegarann.

Besta skemmtunin var að fylgjast með Sigmari. Hann náði að kvarta og kveina yfir stigagjöfum til nágrannalanda á sama tíma og hann var miður sín yfir því hve fá stig við fengum frá okkar nágrönnum. Hann toppaði þetta síðan með því að líta á stig til Danmerkur sem huggun fyrir það hve fá stig við fengum.

Ég elska nágrannastigagjafirnar. Mér finnst þær bestar. Ég held að þetta væri ekki nærri jafn gaman ef við gætum ekki verið að spá fyrir um atkvæðin út frá landafræði. Þetta er líka fín landafræðikennsla þó það hafi ekki verið sérstaklega vel unnið úr því í gær. Ég vil sjá kort þar sem merkt er inn landið sem er að gefa atkvæði og löndin sem fá atkvæðin.

Mikið var rætt um að endurkomu dómnefnda í keppnina. Það er talað um þetta sem leið gegn nágrannastigagjöfinni. Er fólk búið að gleyma að gömlu dómnefndirnar voru alveg jafn mikið í þessum leik og almenningur í símakosningu (og að þetta var byrjað löngu fyrir tíma Austur-Evrópuþjóðanna). Ég tók hins vegar eftir því að við sáum ekki kurteisisstigin til gestgjafanna sem tíðkuðust mjög í tíð dómnefnda. Fólk gleymir að þetta var stór hluti af sigurgöngu Íra á sínum tíma. Það gæti svo sem verið að einhverjir hafi verið að lauma gestgjafastigum til Noregs í gær, það myndi skýra hvers vegna þeir fengu stig yfirhöfuð.

En allavega var stigagjöfin í EuroVision hin besta skemmtun. Þátturinn sem kom næst á dagskrá Sjónvarpsins hafði hins vegar nær ekkert skemmtanagildi og vona ég að RÚV endurskoði dagskrárstefnu sína. Þó var “þetta græna epla kjaftæði vil ég ekki sjá” dæmi um góðan spuna. Sem og ástfangni maðurinn sem ætlaði að athuga hvort félagar hans á lista hefðu mætt á kjörstað. Plotttvistið með aðalpersónuna sem átti að hafa verið fargað í fyrsta þætti leikritsins bara til þess eins að snúa aftur í öðrum þætti bjargaði kvöldinu fyrir mig.