Chromecast og Netflix

NetflixFyrir löngu síðan keypti ég Chromecast (gömlu útgáfuna – nýja er víst með betri þráðlausri tengingu en ég hef ekki lent í veseni með það gamla). Það er svona stykki sem tengist í HDMI tengi á sjónvarpi (ekki kaupa nema að þið hafið laust HDMI tengi). Það fæst á Heimkaup (þar sem er líka hægt að kaupa #Kommentakerfið).

Chromecast þarf reyndar að fá rafmagn í gegnum micro-usb snúru. Chromecast tengist þráðlausa netinu (maður stillir það með því að tengja það fyrst við tölvu). Þegar Chromecast er tengt þá er hægt að stjórna því með Chromecast forriti í snjalltækjum eða með viðbót í Chrome vafranum.

Næst er hægt að setja upp Netflix-forrit í snjallsíma (ég þurfti að endurræsa símann til að láta það virka) eða fara bara á Netflix vefinn. Það er auðvelt að skrá sig. Ég fékk frían aðgang í mánuð og stefni á að halda áfram.

Þegar maður er kominn með áskrift að Netflix þá getur maður sent efni úr síma eða vafra með því að smella á Chromecast merkið sem birtist ef allt hefur verið rétt sett upp.

Ruslpóstur dagsins

Þetta er besti ruslpóstur sem ég hef fengið lengi.

Kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar!
Vinsamlegast vinsamlega takið með virðingu ESTA skilaboð. Ég er Barrister Jude
Kidjo, giftur og á þrjú börn. Ég er að skrifa til að biðja um þitt
stuðning og samstarf til að framkvæma þessa viðskiptatækifæri með
þú. Ég óska ​​eftir að láta þig vita að bankinn hefur gefið út mér
tilkynningu til Veita aðstandendur á reikning seint viðskiptavinur minn sem
brátt upptæk ríkisstjórn fjársjóð tillit sem Óinnheimtar sjóðsins.

Og ég hef verið misheppnaður að finna hvaða fjölskyldumeðlim eða ættingja
þessarar mínum seint viðskiptavinur fyrir meira en 3 ár síðan ég hef
dáið. Ég var kaffi og kakó kaupmanns Þegar ég var á lífi.

Nú, leita Ég samþykki þitt til að kynna þér sem aðstandendur hins
látna síðan báðir af þú hafa sama eftirnafn sem er mjög mikið
Sannfærandi hans sem bankinn mun taka þig eins og einn af fjölskyldunni
Vinstri og flytja jafnvægi hans, metin USD $ 5,5 milljónir United State dollara
óhætt að hvaða bankareikning sem þú gefur í bankann fyrir okkur til að deila
í hlutföllunum 50% fyrir mig og 50% fyrir þig, þá munum við vinna saman
til að ná öllum kostnaði að vér megum verða fyrir í því ferli að flytja
á reikninginn þinn.

Og ég mun reyna allar lagalegar nauðsynlegar verklagsreglur í þínu nafni til
staðfesta fullyrðingu þína inni í bankanum sem Cousin og lagalega
styrkþegi seint viðskiptavinur fjármagna mína. Vinsamlegast allt sem
ég þarf er þinn Samstarf heiðarlegur gera okkur kleift að ná
viðskiptin inn í þinn
Innan banka reikning nokkurir dagar. Svo vinsamlegast ef þú hefur áhuga,
ekki hika við að hafa samband við mig aftur strax. Þá á svar þitt, Shall I
Veita þér með það Nánari upplýsingar og upplýsingar munu hjálpa þér að
Skilja viðskipti fleiri betri áður en við halda áfram.

Svo þú ættir Vinsamlegast athugið fyllstu þagmælsku og verið viss
Sem fullvissaði ESTA fyrirtæki væri arðbært fyrir flesta báða aðila
Því ég skal þurfa aðstoð til að fjárfesta mitt eigið 50% í þinn
land.

Ég þarf eftirfarandi upplýsingar hér að neðan frá þér.

Fullt nafn þitt: ……………..

Heim heimilisfang: ……………….

Sími og Hreyfanlegur númer: ………….

Aldur: ……………..

Atvinna og stöðu: ……………..

Takk fyrir skilninginn.

Barrister Jude Kidjo

Lýðfjármögnun, vefmiðlar og #Kommentakerfið

Wish I Was HereHérna er mynd úr Mogganum í dag. Þar er talað við mig um #Kommentakerfið. Ég valdi bolinn sérstaklega fyrir myndatökuna. Ég fékk hann sem „verðlaun“ fyrir að styrkja myndina Wish I Was Here á Kickstarter.

Reyndar var sú söfnun umdeild á sínum tíma. Zach Braff, sem er frægastur fyrir að leika í Scrubs, safnaði þarna fyrir mynd sinni. Margir sögðu að hann væri of ríkur og frægur til að fara þessa leið. Svipuð gagnrýni kom fram þegar söngkonan Amanda Palmer var að safna á Kickstarter. Kommentakerfin og vefmiðlarnir voru ótrúlega grimm við þau.

Gagnrýnin varð til þess að Zach Braff lýsti því yfir að hann myndi aldrei fara þessa leið i fjármögnun aftur. Mér finnst það leiðinlegt. Mér fannst myndin sem hann gerði vera einmitt fyrir mig og aðra aðdáendur hans. Ef hann hefði fengið hefðbundna fjármögnun þá hefði myndin kannski ekki verið þannig.

Amanda Palmer skrifaði bók um reynslu sína af Kickstarter, með sjálfsævisögulegu ívafi, þar sem hún svarar meðal annars fólki sem sakaði hana um betl.Mér finnst Kickstarter æðislegt. Sem og Karolina Fund og flest hin lýðfjármögnunarapparöt. Ég hef bæði gefið peninga gegn því að fá einhver „verðlaun“ og líka af því að ég vildi bara almennt styðja verkefni. Ég held að fræga fólkið sem notar þessa fjármögnunarleið séu ekki að gera neitt annað en að beina athyglinni að þessum valkosti.

Zach Braff og Amanda Palmer vildu bara finna leið til að gleðja fólk. Og þeim tókst það. Ég held að mér eigi eftir að takast það líka.

PDF er vont – Issuu er verst

PDF skjöl eru góð ef maður vill búa til skjal í einu tölvu og tryggja að það sé hægt að prenta það óbreytt út í annarri tölvu. Ef þú ætlar að gera eitthvað annað við skjalið þá ættirðu ekki að nota PDF. En þó PDF skjöl séu óþolandi ein og sér þá ná ýmsir að gera hlutina verri með því að reyna að búa til þá tilfinningu hjá mér sé að fletta bók/blaði/matseðli á tölvuskjá. Versti brotamaðurinn er þetta fyrirbæri sem heitir Issuu.

Ef maður notar Issuu þá kann maður ekki á vefinn. Ef þú vilt setja eitthvað upp í PDF skjali og setja á netið þá skaltu leyfa notendum sjálfum að velja leið til að skoða skjalið. Ekki neyða þá til að „fletta“ af því þér finnst það flott. Síðurnar passa ekki í vafragluggann og maður þarf að nota einhverjar bjánaleiðir til að stækka og minnka það sem maður vill skoða. Á vefnum þá flettir maður ekki síðum, maður smellir á hlekki til að opna þær. Ef textinn kemst ekki allur fyrir þá er hægt að renna síðunum upp og niður. Þetta virkar allt alveg rosalega vel og fólk er vant þessu.

Ég skrifa þetta af því að mig langar á veitingastað sem hefur ákveðið að setja matseðilinn sinn upp í Issuu. Af hverju? Það er ekki þægilegt að nota það. Það er ekki þægilegt að uppfæra það. Finnst fólki þetta í alvörunni flott? Búið frekar til heildstæðan og fallegan vef.

Netklám og foreldrar

Ég held að það sé netöryggisdagur í dag og þess vegna verð ég að skrifa smá færslu þó fólk gæti mögulega farið að snúa út úr þessu hjá mér. Hin einfalda staðreynd er að ég á börn og ég vil ekki að þau endi á vafasömum slóðum þegar þau fara í tölvur heima hjá vinum sínum og af því ég er frekar tölvuvanur þá get ég hjálpað fólki. Það er líka augljóst að þessi ráð eru ákaflega gagnleg í öðrum aðstæðum
Þegar rætt er um börn sem finna óvart klám- eða ofbeldissíður á netinu þá finnst mér vanta að það sé rætt um hvernig það gerist. Ég held að börnin séu ekki óvart að skrifa „XXX“ í leitarglugga. Ég held að börnin séu að finna síður sem foreldrarnir hafa opnað og vafrinn hefur vistað í minninu. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist er rétt að foreldrar læri að fela slóð sína fyrir börnunum. Það eru margar leiðir til þess.

Í Firefox og Chrome er hægt að opna glugga í „private“ og „incognito“ stillingum. Þá leggur vafrinn ekki á minnið hvaða síður eru opnaðar. Sömuleiðis eru báðir vafrarnir með „history“ stillingar þar sem maður getur eytt út úr minninu því sem maður hefur gert nýlega eða bara yfirhöfuð.

Það er líka gagnlegt að vita að hægt er að eyða sjálfsklárunarmöguleikum sem koma í felli listum, hvort sem er í leitar- eða vefslóðarglugganum, með því að setja músina yfir það sem maður vill eyða og ýta á Delete í Firefox og Shift+Delete í Chrome.

Ég hef annars ekki hundsvit á því hvernig maður gerir þetta í Internet Explorer.

Í leiðinni spyr ég hvort þú sért vanur netverji. Kíktu á prófið á Kviss.is.

Djóksíðan Einkabílahatrið

Fyrir svona hálfu ári eða svo tók ég eftir að vinir mínir voru að deila, og læka, síðunni Einkabílahatrið. Ég skoðaði hana og dró þá eðlilegu ályktun að þetta væri brandari á kostnað einkabílasinna. Ég geri ráð fyrir að allavega einhverjir vinir mínir hafi dregið þá ályktun líka. En eftir smá tíma sá maður að það var einhvers konar einlægni í kjánaskapnum og mér sýndist að það væri væntanlega alvara á bak við þetta. Ég aflækaði þó ekki síðuna af því að hún er ógeðslega fyndin (óvart).

Á þriðjudaginn birtist þarna frétt um hækkun sekta við stöðubrotum, þar á meðal í stæði fyrir hreyfihamlaða. Ég skrifaði athugasemd við fréttina sem mig minnir að hafi hljóðað orðrétt svona: „Frábært!“ Næst þegar ég kíkti á síðuna var athugasemd mín horfin og ég sviptur réttinum til að skrifa fleiri athugasemdir. Þetta er væntanlega minnsta þol fyrir gagnrýni sem ég hef séð á nokkurri síðu.

En djókurinn er ennþá fyndinn því það var búið að bæta við einni línu í textann sem fylgdi hlekknum og hef ég breiðletrað hann hér ykkur til skemmtunar:

Ofbeldið heldur áfram í borginni..
Sektir fyrir stöðubrot hækka úr 5.000 krónum í 10.000 í Reykjavík. Borgarráð samþykkti tillögu þessa efnis í dag. Sekt fyrir að leggja í bílastæði hreyfihamlaðra hækkar í 20.000 krónur úr 10.000.

Sko, það er ofbeldi að sekta fólk fyrir að leggja ólöglega. Það má lengi gengisfella hugtök.

Netljósmyndabanki í lýðvistun

Það eru nokkrir Facebook hópar þar sem fólk dælir inn gömlum íslenskum myndum. Þar ræðir fólk um myndirnar og það sem á þeim sést. En væntanlega hverfa myndirnar, og upplýsingarnar sem koma fram, bara ofan í einhverja hít.

Það væri verðugt verkefni fyrir einhvern, mögulega þá sem sjá um ljósmyndir á Þjóðminjasafninu en helst bara minjasöfn og skjalasöfn í sameiningu, að setja upp vef þar sem fólk getur sett inn gamlar myndir. Kerfið þyrfti þá að vera þannig að notendurnir sem setja inn myndirnar geti skráð lýsigögn, s.s. nafn ljósmyndara, ár, staðsetningu og hverjir séu á myndinni. Um leið þyrfti að vera möguleiki fyrir þá sem skoða myndirnar að koma með tillögu að breytingum eða viðbótum við þessi skráningaratriði.

Ég er ekki að segja þetta sé einfalt verk en þetta gæti skilað ótrúlegum árangri.