WordPress uppfært

Jæja, dund verandi veikur heima.

Ég uppfærði Truflun í WordPress 2.33. Þeir sem vel fylgjast með hafa kannski tekið eftir því að síðan mín varð skrýtin á tímabili í morgun en það lagaðist. Það sem ég þurfti að gera fara að fjarlægja utf úr WP-config og þá birtust íslenskir stafir eðlilega. Síðan fór ég í gegnum restina af þeim aktívu WP-kerfum sem eru hérna og lenti bara í vandræðum með Þjóðbrók sem tók um klukkutíma að laga. Það birtist líka einhver leiðinlegur kóði á síðunni hans Eggerts sem ég þurfti að láta hverfa. En núna ætti allt að vera komið í lag og það eru ýmsir skemmtilegir möguleikar í þessari útgáfu. Notendur Truflunar pota bara í mig ef það er eitthvað ves.

Nígeríubréf á leiðinni?

Mig grunar að ég fái Nígeríubréf á næstunni. Einhver kom nefnilega frá því landi á síðuna mína leitandi að „65 2008 „@hotmail.com“ -email -address -and -contacts -of -doctors -in -singapore“. Þessi einstaklingur virðist ekki vera neitt sérstaklega fær í að leita á Google, kannski sem betur fer. Leitarskilyrðin hans eru mjög illa uppsett enda er ég ekki, þó það komi mörgum á óvart, læknir í Singapore. Ætli þér séu sérstaklega gjarnir á að falla fyrir svona? Og ætli þeir séu flestir með hotmail addressu?
Annars þá er alltaf gaman að sjá hvaða lesendur mínir koma. Af síðustu hundrað gestum hef ég nefnilega fengið heimsóknir frá Nígeríu, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Belgíu og Færeyjum. Þetta er svona fyrir ofan meðallag en maður spyr sig samt hvers vegna Lalli sé ekki að skoða bloggið mitt? Af hverju er ég ekki með heimsókn frá Mexíkó?
e.s.

Sko, frá Bretlandi er það Jakob, frá Danmörku eru bæði gestir frá Árósum og Óðinsvé sem ég myndi giska að væru Eggert og Frú Jóhanna, frá Svíþjóð er ég ekki viss en ég veit að þetta var ekki Anna því hún er á mjög auðþekkjanlegri addressu, ég veit ekkert um norður amerísku gesti mína, sá frá Færeyjum var að lesa um Tý, Þjóðverjinn er mér ekki kunnur og Belginn svo sem líka en gæti verið Bjössi.

Þú heldur að þú sért að skoða netið en í raun er netið að skoða þig.

Google Earth

Ef ég hef ekki sagt það nógu oft þá er best að endurtaka það.  Ég elska Google Earth.

Ástæðan fyrir því að ég minnist á það núna er sú að ég var að leika mér að setja skrá inn á Kaupmannahafnarsíðuna (sem er ekki til en þó dáltið inn á henni miðað við til dæmis Færeyjasíðuna). Ef smell er á hlekk á þess skrá sem er einmitt svona: Jorcks Passage. Þá geturðu opnað skránna ef þú ert með Google Earth.  Forritið opnast, færist austur frá Bandaríkjunum, sveimar niður í átt að Danmörku, súmmar á Kaupmannahöfn og endar á Jorcks Passage þar sem spilabúðin Games Köbenhavn er staðsett.  Þetta getur Sverrir Guðmundsson allavega gert.  Ég get ekki ímyndað mér annað en hann sé með Google Earth í tölvunni sinni.

Þegar ég vinn meira í þessum ferðasíðum mínum þá ætla ég að setja svona skrá við hvern einasta stað.  Þetta er hinn andlegi hafís tækni- og framfarahyggju minnar.

Setjið inn Google Earth. Þið sjáið ekki eftir því. Næst þegar einhver þarf leiðbeiningar heim til mín þá sendi ég bara GoogleEarth skrá.

Heimshornin öll sko

Í dag fékk ég sms frá Árnýju þar sem ég var spurður um spilabúðir í Kaupmannahöfn.  Um síðustu helgi var ég líka að tala við Sverri Guðmunds um það sama.  Ég var að fletta þessu upp áðan og ákvað að setja upp síðu með þessum upplýsingum.  Flest af þessu er nú þegar í ferðasögum mínum en þarna ætla ég að hafa þetta skipulagðara.   Þetta er ekki langt komið en ég mun vonandi vinna meira í þessu.  Ábendingar vel þegnar.  Ég geri síðan fleiri síður um aðrar borgir sem ég hef heimsótt.

Hér til vinstri má sjá þetta undir Heimurinn – Kaupmannahöfn.

Truflun uppfærð – smá ves

Jæja, ég uppfærði bloggin á Truflun. Ég varð var við smá vandamál. Ritillinn, þar sem maður skrifar færslur, hætti á sumum stöðum að sýna textann eins og hann birtist á blogginu og sýnir hann þess í stað sem html. Þetta er auðleyst mál. Bara að fara í Notendur – Þitt yfirlit og haka við „Use the visual editor when writing“. Þá er því bjargað. Fólk virðist þurfa að gera þetta sjálft.

Ég bið annars Truflaða fólkið að láta mig vita ef það er eitthvað vesen.

Aðal plúsinn við þessa uppfærslu er að færslur sem maður er að skrifa eru vistaðar á tveggja mínútna fresti þannig að ef að vafrinn frýs þá ætti ekki að vera vandamál að endurheimta allavega stærstan part færslunnar. Reyndar hef ég ekki aldrei lent í því að missa færslu í WordPress. Ýmislegt annað hefur einnig verið breytt og bætt.