Frjáls klám frá Íran

Frjáls klám
Frjáls klám

Fyrir rétt rúmlega þremur árum fékk ég heimsókn frá einhverjum sem var að leita að ókeypis klámi með hjálpi orðabókar eða tölvuþýðingar. Ég skrifaði bloggfærslu um það.

Í kjölfarið hef ég oft fengið álíka heimsóknir þar sem bloggfærslan sem ég skrifaði skoraði hátt á Google.

Í gær var ég að skoða teljarann minn, sem ég geri ekki oft þar sem ég blogga nær ekkert núorðið og rakst á þessa heimsókn.

Ég man ekki eftir því að hafa áður fengið heimsókn frá Íran. Mig grunar að fyrsti gesturinn þaðan hafi ekki verið sérstaklega glaður með það sem hann fann.

Nú eru síðan allar líkur á að þetta skjáskot af teljaranum mínum skori mjög hátt á Google hjá þeim sem eru að leita sér að frjálsu íslensku klámi. Verði þeim að góðu.

Nígeríubréf á leiðinni?

Mig grunar að ég fái Nígeríubréf á næstunni. Einhver kom nefnilega frá því landi á síðuna mína leitandi að „65 2008 „@hotmail.com“ -email -address -and -contacts -of -doctors -in -singapore“. Þessi einstaklingur virðist ekki vera neitt sérstaklega fær í að leita á Google, kannski sem betur fer. Leitarskilyrðin hans eru mjög illa uppsett enda er ég ekki, þó það komi mörgum á óvart, læknir í Singapore. Ætli þér séu sérstaklega gjarnir á að falla fyrir svona? Og ætli þeir séu flestir með hotmail addressu?
Annars þá er alltaf gaman að sjá hvaða lesendur mínir koma. Af síðustu hundrað gestum hef ég nefnilega fengið heimsóknir frá Nígeríu, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Belgíu og Færeyjum. Þetta er svona fyrir ofan meðallag en maður spyr sig samt hvers vegna Lalli sé ekki að skoða bloggið mitt? Af hverju er ég ekki með heimsókn frá Mexíkó?
e.s.

Sko, frá Bretlandi er það Jakob, frá Danmörku eru bæði gestir frá Árósum og Óðinsvé sem ég myndi giska að væru Eggert og Frú Jóhanna, frá Svíþjóð er ég ekki viss en ég veit að þetta var ekki Anna því hún er á mjög auðþekkjanlegri addressu, ég veit ekkert um norður amerísku gesti mína, sá frá Færeyjum var að lesa um Tý, Þjóðverjinn er mér ekki kunnur og Belginn svo sem líka en gæti verið Bjössi.

Þú heldur að þú sért að skoða netið en í raun er netið að skoða þig.

Bið eftir vísun

Ég hef síðustu daga tekið eftir að stjórnendur b2.is hafa verið að skoða færsluna sem ég skrifaði um starfsmannaleiguna 2B (aulabrandarinn B2=2B). Þeir hafa síðan sett inn vísun á þetta núna áðan. Vona að einhverjir lesendur þaðan skoði eitthvað gáfulegra en þessa færslu. Ég reyndar lokaði fyrir athugasemdirnar þarna bara af því að ég nenni ekki að fá tugi athugasemda eins og hefur áður gerst þegar ég hef fengið vísun þaðan.

Enn slæ ég met

Jæja, fjöldi einstakra gesta í nóvember er orðinn meiri en í október. Það er þá komið hálft ár þar sem gestafjöldi eykst frá í hverjum mánuði. Held að nú hætti þetta. Ég man eftir að í desember í fyrra var ekki mikið um gesti, til að mynda var einn dagur þar sem aðeins 2 gestir litu inn (það var fyrir jól, það var meiri umferð á aðfangadag). Þannig að toppnum er náð í bili.

Leiðinleg teljarafærsla

Fyrir svona mánuði lét ég þess getið að september hefði verið sá mánuður sem flestir hefðu heimsótt síðuna mína. Ég sagði líka að mánuðirnir þar á undan hefðu einnig allir slegið met. Að lokum spáði ég að Október gæti orðið stærri en síðan færi þetta líklega að hjaðna.

Jæja, október var stærsti mánaður allra tíma í heimsóknum talið en munurinn milli október og september var líka meiri en ég hef áður séð milli mánaða. Síðasta dag septembermánaðar fékk ég tilvísun á mig frá Batman sem gerði þann dag stærsta dag allra tíma. Þessi tilvísun er ennþá að skila mér gestum þó þeir skoði mismikið af öðrum færslum en þeirri sem vísað var á.

Ég fæ ótrúlega mikið af gestum hingað, ég veit ekkert um þá.

Verður nóvember stærri en október? Hef ekki hugmynd.