Enn fleiri fórnarlömb í Afríku?

Baldur McQueen skrifaði um daginn nokkuð sem ég staldraði við:

Í ljósi þess Vatikanið hefur hlaupið frá vandanum með tilfærslu, telja menn fullvíst að mun fleiri fórnarlömb megi finna í Afríku, en þangað hafa margir prestar verið fluttir síðustu ár.

Það er skelfilegt tilhugsun að Afríka hafi verið notuð sem ruslakista fyrir svona menn.

Jóhanna ögrar Færeyingum

Ég held að Jóhanna sé að ögra Færeyingum. Stundum ögrar maður bara með því að vera maður sjálfur. Ég held að það sé ákaflega gott fyrir Færeyinga að fá þessa ögrun og umræðu – sérstaklega þegar þetta kemur frá Íslandi. Ég sá líka færeyskan vin minn nýta tækifærið til að rífast um málið. Mjög hollt.

Kolbrún Bergþórsdóttir og trúleysingjarnir

Kolbrún Bergþórsdóttir í Mogganum í dag:

Guð og Hawking
Hawking Veit hann allt?
Fjölmiðlar heimsins brugðust skjótt við á dögunum og tilkynntu að nú væri ljóst að Guð hefði ekki skapað heiminn. Þetta höfðu þeir eftir breska vísindamanninum Stephen Hawking, sem mun vera einn gáfaðasti maður heims. Stór hópur jarðarbúa komst í nokkurt uppnám vegna þessara tíðinda.

Manneskjan er þannig gerð að hún vill vita af því að einhver hafi stjórn á hlutunum. Hún ræður ekki við allt sjálf og er stöðugt að gera vitleysur. Þess vegna er gott að vita af Guði. Ólíkt manninum veit Guð víst alltaf hvað hann er að gera.

Nú er fullyrt að þyngdarlögmálið hafi skapað heiminn en ekki Guð. Þá spyr maður eins og hrekklaus sál: »Er Guð þá ekki líka þyngdarlögmál eða er þyngdarlögmálið ekki bara í Guði, af því að Guð rúmar allt?« – Og ef svo er þá sér maður ekki að nokkuð hafi breyst.

Manneskjunni er hollt að trúa. Fólk sem trúir ekki á neitt er óhamingjusamasta fólk sem maður kynnist. Það þykist yfirleitt vera ógurlega gáfað og lætur sér þykja vænt um fáa og læsist inni í eigin vanlíðan. Nú skal því ekki haldið fram að þetta eigi við um Hawking. En það er rétt að hafa í huga að gáfað fólk veit ekki allt – ólíkt Guði.

Gullkorn um jafnrétti til hjúskapar – Aðventistar

Aðventistar eru hressir og lifa þess vegna lengi:

Í allri Biblíunni er gagnkynja sambandi í hjónabandi haldið á lofti og hvergi er samband samkynhneigðra viðurkennt þrátt fyrir að samkynja sambönd hafi ávallt þekkst og viðgengist meðal þjóða heims. Kynmök utan hjónabands karls og konu eru blátt áfram bönnuð […].

Mér þykir merkilegt að bæði Aðventistar og Baháí’ar skuli leggja áherslu á að guð sé á móti kynlífi utan hjónabands. Ætlar þingið að fjalla um það mál? Það væri óneitanlega skemmtilegt.

Gullkorn um jafnrétti til hjúskapar – María Ágústsdóttir

María Ágústsdóttir þjóðkirkjuprestur fer ótroðnar slóðir:

Rökin eru í fyrsta lagi málfarsleg þar sem kvenkynsorðið kona er tekið út og í staðin sett hvorugkynsorðið einstaklingur og finnst mér þar brotið á rétti mínum að hafa kvennkenningu innan hjónabandsins. Í öðru lagi finnst mér brotið á eðli hjónabandsins sem stofnunar sem sett er til viðgangs mannkyni, rammi utan um getnað og uppeldi barna. Um það eru einstaklingar ekki færir, þó þeir geti átt sér annars konar samband.

María vill sumsé að fólki sem getur ekki átt börn, til dæmis sökum aldurs, sjúkdóma eða hvaðeina, sé bannað að ganga í hjónaband. Allavega getur nú ekki verið að hún sé slíkur hræsnari að hún telji að þessi rök eigi ekki við gagnkynhneigð pör. Hún heldur áfram:

Legg ég til að orðið hjónaband sé áfram frátekið fyrir samband karls og konu og annað orð fundið yfir þann ramma sem löggjafinn vill skapa sambandi tveggja karla eða tveggja kenna.

Semsagt, ef jafnrétti verður í raun til á borði þá vill hún allavega að það verði ekki til í orði.

Rökin eru í fyrsta lagi málfarsleg þar sem kvenkynsorðið kona er tekið út og í staðin sett hvorugkynsorðið einstaklingur og finnst mér þar brotið á rétti mínum að hafa kvennkenningu innan hjónabandsins.

Gullkorn um jafnrétti til hjúskapar – Baháí’ar

Baháí’íar eru yfirleitt taldir voða næs og skemmtilegir. Þetta hafa þeir að segja:

Hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni samræmist ekki baháí’í trúarkenningum. Bahá’íar hafna frjálsum ástum og óvígðri sambúð og telja að kynlíf utan hjónabands leiði ekki til farsældar.

Hafna frjálsum ástum? Þeim er greinilega bara aldrei boðið í nein góð partí og þykjast þess vegna ekki vilja mæta.

P.S. talandi um Freudian slip, ég skrifaði „hafna frjálsum átum“.

Af akademískum vinnubrögðum í Háskóla Íslands

Tilvitnun í Matta á glæru sem notuð  er í kennslu um Vantrú í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild í Háskóla Íslands.

Ég er orðinn þreyttur á trúmönnum sem … móðgast svo þegar þeir eru kallaðir hálfvitar.

Hræðilegur maður ekki satt? En hvað ætli kennarinn hafi klippt út?

Ég er orðinn þreyttur á trúmönnum sem halda að þeir geti vaðið uppi í þessu samfélagi, hrópandi yfirlýsingar í allar áttir. Hótandi mönnum heljarvist og eilífðar- kvölum… og móðgast svo þegar þeir eru kallaðir hálfvitar.

Já, þetta viðgengst í Háskóla Íslands. Meira hér.

Úr ljónagryfjunni

Neinei, segi svona. Ákveðin vonbrigði að enginn kennari í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild mætti á fundinn en á móti var vel mætt af nemum úr trúarbragðafræðihlutanum. Færri úr guðfræðinni. Við Matti byrjuðum á kynningu á félaginu, skipumst á með það. Síðan kom Reynir með sína persónulegu reynslusögu.

Umræðan eftir á var á köflum full einhæf. Ég lenti síðan í klassísku atviki á leiðinni heim: „Ég hefði átt að nota þetta dæmi!“. Ekkert við því að gera. Þetta var bara vel heppnað.