Annað símaat

Í vinnunni á laugardaginn var ég plataður til að gera símaat. Mér var réttur sími sem var að hringja til einhvers Árna og mér var sagt að segja eitthvað við hann.

Náunginn svarar:
Árni „Já, halló“
Ég:“Er þetta Árni?“
Árni:“Já“
Ég:“Ég ætla bara að segja þér eitt, ég vill ekki að aumingjar einsog þú séu að snerta systur mína!“
Árni:[hálfskelkaður]“Er þetta Ingi?“
Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi sagt eitthvað sniðugt við þessu, mér datt reyndar ótalmargt í hug en ég fór bara í hláturskast með vinnufélögum mínum þannig að ég gat ekkert sagt og skellti því á.

Annars er ég ekkert endurhæfður, á meðan ég skrifaði þessa færslu var ég að tala við Mumma í spjallforriti og hann sagði að hann þyrfti að hleypa Þjóðverja í tölvuna. Ég beið þolinmóður og skrifaði síðan „schweinhund“, ég fékk þetta til baka: „hehe.. .hann segir að það sé skrifað „schweinehund“ :)“

Frí og vinna

Ég er búinn að redda mér fríi daginn sem Foo Fighters tónleikarnir verða, þarf í staðinn að vinna á laugardaginn en þó bara fyrir hádegi. Annars er ég byrjaður að hlakka afskaplega mikið til að sumarið klárist. Ég er búinn að reikna út að ég á eftir að vinna 23 daga, þar af tvo laugardaga sem eru bara hálfir dagar, átta dagar á kvöldvakt sem eru léttir dagar og 13 dagar venjuleg dagvakt sem er erfiðust. Get varla beðið.

Það fylgir náttúrulega að við flytjum líklega þegar ég hættur að vinna, við færumst hægt og rólega ofar á listanum.

Það fer ekki milli mála…

Í kvöld var ég að spjalla við nokkra vinnufélaga mína. Í fyrsta lagi komst ég að öll þau klúður sem ég varð uppvís að þegar ég var að byrja í vinnunni sem mér fannst stór og mikil þá eru ekkert miðað við hvað aðrir hafa gert fyrstu daga sína þarna. Almenn gleðið þar.

Síðan var einn þarna að tala um „þessa sumarstarfsmenn“, þeir væru svona 4-5 sem ekki maður þyrfti ekkert að læra nafnið á því þeir væru alveg eins. Ég leit þá á hann og hann sagði (cirka):„þú er Óli Gneisti, það fer ekkert á milli mála, nafn og persónuleiki“. Ég fel mig ekki í fjöldanum.