Afsagnarkrafa til Sigmundar Davíðs

Ég er ekki meðal þeirra sem hafa krafist afsagnar Sigmundar Davíðs vegna Klausturfokksins. Ástæðan er auðvitað sú að ég er bara almennur stuðningsmaður þess að Sigmundur láti sig hverfa út opinberri þjónustu vegna almennrar vanhæfni og óheiðarleika. Það væri því bölvuð hræsni hjá mér að láta eins og þessi uppákoma hafi breytt einhverju um álit mitt á honum.

Guardian: Behemoth, bully, thief: how the English language is taking over the planet

No language in history has been used by so many people or spanned a greater portion of the globe. It is aspirational: the golden ticket to the worlds of education and international commerce, a parent’s dream and a student’s misery, winnower of the haves from the have-nots. It is the internet, science, diplomacy, stellar navigation, avian pathology. And everywhere it goes, it leaves behind a trail of dead: dialects crushed, languages forgotten, literatures mangled. #

Michael Bolton aðdáandinn ég

Á Spotify sjá vinir manns hvað maður er að hlusta á. Gallinn er sá að þeir sjá líka síðasta lagið sem maður hlustaði á. Þannig að lög sem maður hlustar á í gegn hverfa um leið og þau klárast en lag sem var í gangi þegar maður stoppaði Spotify sést þar til maður setur eitthvað næst af stað. Þannig að þetta „stopplag“ sést lengur en hin.

Í gær þá stoppaði ég Spotify þegar lagið How I am Supposed to Live Without You með Michael Bolton var í gangi. Þannig að Spotify-vinir mínir höfðu um tólf klukkutíma til að komast að þeirri niðurstöðu að ég væri stærsti Michael Bolton aðdáandi í heimi.

Ég gæti haldið því fram að ég hafi bara óvart lent á lagi með Michael Bolton og orðið svo miður mín að ég fleygði tölvunni í vegginn til þess að tónlistin myndi stoppa. En staðreyndin er reyndar sú að ég var alveg viljandi að hlusta á þetta lag. Ég er ekki mikill Bolton aðdáandi en það að sjá hann gera grín að sjálfum sér í Never mind the Buzzcocks og Valentínusarþættinum á Netflix hefur gert mig frekar jákvæðan gagnvart honum persónulega þannig að ég þoli alveg að hlusta á hann.

Samviskuframlög í lok árs

Þar sem fjárhagsárið hefur verið gott í spilaútgáfu þá tók ég mig til og lagði smá peninga fram í nokkur verkefni sem koma starfsseminni við.

Audacity er opinn hugbúnaður fyrir hljóðvinnslu.

Kdenlive er opið klippiforrit.

Internet Archive varðveitir netið að stórum hluta og ótal verk þar að auki.

Það voru nokkur önnur verkefni sem ég skoðaði en þar var oftast frekar leitað eftir vinnuframlagi heldur en peningum. Önnur vildu bara mánaðarleg framlög sem heillar mig ekkert sérstaklega af því að ég vil ekki vera að færa svona til bókar oft á ári og sérstaklega ekki þegar upphæðin flakkar til með genginu.

Auðvitað ættu allir sem nota þessi opnu verkefni í rekstri að gefa eitthvað til að halda þeim gangandi.

Síðan tók ég mig til og leitaði uppi reiknivélar til að sjá hvað ég þyrfti að gera til að kolefnisjafna spilaframleiðslu- og flutninga. Ég valdi að endurheimta votlendi af því að ég fékk útskýringu á því hvernig mýrarnar virka fyrr á þessu ári. Útreikningurinn sýndi að lokum að ég hafði ekki eyðilagt loftslagið jafn mikið og ég hélt. Ég námundaði því bara upp enda ég hef ekki gert þetta áður. Auðvitað ættu svona framlög að vera skilyrði fyrir alla sem er í rekstri og framleiðslu.

WordPress í snjalltækjaheimi

Þegar maður hefur vanist að nota Facebook þá er auðvelt að gleyma að WordPress hefur alveg verið að þróast líka síðustu ár. Núna getur maður bara náð í WordPress-forrit í símanum sem gerir manni kleift að deila myndum beint eða einfaldlega skrifa færslur. Það er gott að muna ef maður vill losna undan Facebook-ruslinu. Það er ekkert endilega erfiðara að blogga.

Tólg tekin í sátt

Ég ákvað að gera djarfa tilraun við laufabrauðsgerðina í ár.

Í stað þess að nota bara jurtafeiti til að steikja, eins og fyrri ár, þá keypti ég smá tólg til að hafa með. Lyktin var auðvitað frekar slæm á meðan það var steikt (en um leið uppfullt af nostalgíu) en ég hafði meiri áhyggjur af bragðinu. Ég veigraði mér við að smakka og keypti meira að segja einn dunk af Kristjánslaufabrauði til öryggis.

En áhyggjurnar voru greinilega óþarfar. Bragðið er mjög gott. Ég held ég geri þetta aftur næst en þá minnka ég samt líklega aðeins hlut tólgarinnar.

Myndskreytt af tölvu

Vegna umræðu um barnabækur þá hef ég verið að velta fyrir mér myndskreytingum. Í dag er hræódýrt að finna sér listamenn á netinu og láta þá sjá um að teikna myndir í bækur.

Ég held að myndir í barnabókum séu mikilvægar, alveg eins og sagan og textinn. Ef myndskreytingar í íslenskum barnabókum endurspegla ekki raunveruleika sem börnin geta tengt við þá er eiginlega alveg eins hægt að þýða og staðfæra bækurnar.

Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé einfalt val í bókaútgáfu. Það eru ekki miklir peningar í að gefa út bækur, hvað þá barnabækur, og ef þú getur fengið ódýra myndskreytingu í útlöndum þá hækka launin allavega eitthvað.

En ef myndskreyting er bara útvistað verkefni til einhvers sem skilur ekki einu sinni textann þá verður listamaðurinn ekki slíkur meðhöfundur sem svona verkefni krefst.

Síðan er líka málið að ef þú borgar bara 15-25 dollara fyrir mynd þá ertu ekkert endilega að fá neitt annað en mynd sem er meira og minna búinn til af forriti sem býr til persónur á sama hátt og tölvuleikir. Það er bara valið um mismunandi hár, augu, húðlit, föt og svo framvegis og síðan skellt inn á staðlaðan bakgrunn. Það læðist að manni sá grunnur að slíkum dúkkulísuleik þá sé auðvelt að velja hjúkrunarkonubúning eins og voru víst algengir löngu fyrir mína tíð.

Ég held að í þessu gildi, eins og í flestu, að frjáls markaður sé ekki líklegastur til að gefa góðar lausnir heldur ódýrar lausnir. Við getum aldrei treyst frjálsum markaði að leysa nokkuð sem skiptir máli.

Gagnslaust Facebook: skrýtinn heimur podkastsins

Ragnar Loðbrók er umfjöllunarefnið í nýjasta þættinum mínum
Ragnar Loðbrók er umfjöllunarefnið í nýjasta þættinum mínum

Ég var að setja á netið áttunda þáttinn í podkastinu mínu Stories of Iceland í gær. Í morgun fór ég að kíkja á hve mikið niðurhalið á honum væri og varð steinhissa. Ástæðan er að á fimmtudaginn kom allt í einu stór kippur. Þar voru 600 niðurhöl en á venjulegum degi, sérstaklega í miðri viku, eru þau 150. Það var enginn nýr þáttur kominn í þessum mánuði en á birtingardögum kemur alltaf kippur frá áskrifendum mínum.

Ég veit ekkert hvað olli þessum kipp. Líklegast þykir mér að einhver podkastveitan hafi sett mig á forsíðuna hjá sér. Vandinn er að þessar veitur nota almennt ekki rekjanlega hlekkinn sem gefur mér upplýsingar heldur vísa beint á skrá hjá mér. Vissulega fæ ég ýmsar upplýsingar samt sem áður en ég sé ekkert sem skýrir þetta þar.

Á sama tíma og ég er að fá öll þessi niðurhöl þá er áhugavert að Facebook-síða podkastsins míns er algjörlega dauð. Ég er með rétt rúmlega 100 læk og tók alveg eftir því að það bættust nokkur svoleiðis við á fimmtudaginn á sama tíma og stóri niðurhalskippurinn kom. En Facebook er líka gagnslaus því að þeir sýna ekki nema örfáum þá pósta sem ég birti á síðunni þar. Ég er ekki alveg viss um hvort ég ætti yfirhöfuð nokkuð að púkka upp á Facebook.

En málið er að podkastheimurinn er allt öðruvísi en flest á netinu. Ég bara skráði strauminn minn hjá podkastveitum og forritum og fékk síðan fullt af niðurhlöðum án þess að vita nokkuð um það hverjir eru að hlusta.

Glæpatíðni í byssubænum og byssulausabænum

Geir Ágústsson er með undarlegar skoðanir á hlutunum. Ég rakst á bloggfærslu þar sem hann skrifaði.

Í einni frétt er sagt frá bæ nokkrum í fylkinu Georgíu í Bandaríkjunum.

Þar á bæ voru menn orðnir þreyttir á ofbeldi og morðum. Bærinn setti því ákvæði í lög sem skylduðu eða hvöttu almenning til að ganga um með skotvopn. Hvað gerðist? Glæpatíðni hríðféll.

Ég ákvað að skoða þessa staðhæfingu aðeins. Ég byrjaði á „fréttinni“ sem hann vísaði á. Það vekur strax atriði að það greinin var birt af Tyler Durden úr Fight Club en þó er vísað á upprunalegan höfund líka. Þetta er svona bókstaflega copy/paste grein á einhverjum brjálæðisvef sem byggir á copy/paste grein sem byggði á frétt hjá CNN.


Ég skannaði greinina og sá hvergi staðhæfinguna að glæpatíðni hefði lækkað eftir byssuskylduna. Það er hins vegar staðhæft að það sem lægri glæpatíðni en í meðalborg í Bandaríkjunum. Þetta kemur þó ekki fram í greininni sem CNN birti um málið. Þar kemur bara fram að það hafi bara verið eitt morð síðustu sex ár í þessum þrjátíuþúsundíbúabæ. Sú tala er ekki borin saman við eitt eða neitt.

En það sem kemur fram er að upprunalega hafi byssuskyldan verið sett vegna þess að annar bandarískur bær hafi bannað byssur innan bæjarmarka. Sá bær þurfti reyndar að aflétta byssubanninu eftir um aldarfjórðung.

Það lá því beint við að bera saman glæpatíðnina* í þessum tveimur bæjum.

Violent Property Total
Number of Crimes 92 841 933
Crime Rate
(per 1,000 residents)
2.74 25.01 27.75
Violent Property Total
Number of Crimes 11 208 219
Crime Rate
(per 1,000 residents)
0.47 8.96 9.43

Þið skulið endilega giska í hvorum bænum byssueign sé skylda og í hvorum bænum hafi byssueign verið bönnuð þar til fyrir tíu árum.

Búin að giska? Kenneshaw er öruggari en 21% bandarískra bæja en Morton Grove er öruggari en 71% bandarískra bæja.

Það var Kennesaw sem gerði byssueign að skyldu og þar eru margfalt fleiri glæpir. Nú gætu allir íbúar Morton Grove hafa hoppað út í næstu byssubúð og keypt sér byssu til að tryggja öryggi sitt en ég efast um það.

En skoðum aðeins ferlið. CNN skrifar grein þar sem er ekki farið nægilega vel ofan í staðreyndir málsins. Rugludallur skrifar grein þar sem er haldið fram að CNN hafi dregið of litlar ályktanir – án þess að kafa dýpra í málið. Sú grein er afrituð og síðan tekur Geir síðasta skrefið í þessum vefvæddasímaleik og bætir við eigin ályktunum sem byggja bókstaflega ekki á neinu.

Snopes hefur líka fjallað um þetta.

* NeighborhoodScout tekur saman glæpatölfræði og fleiri upplýsingar fyrir fólk sem er að skoða hvar er best að búa.