Athugasemdir og Tilvísanir

Ég er hugsanlega að linast varðandi hörðu stefnuna í athugasemdunum. Eygló benti mér á svoltið sem skiptir máli í þessu, ég get lokað athugasemdakerfinu á þann hátt að ég get alltaf haft síðasta orðið. Þetta skiptir náttúrulega miklu máli því ég er hrikalegur með það að geta ekki hætt og ef ég lendi í rimmu við einhvern sem er eins þá fer allt til helvítis. Þetta sást til dæmis þegar ég gerði einu sinni tilraun til að hafa athugasemdakerfi og við Ásgeir entumst alveg heilllengi í rifrildi.

Ég hef algert vald yfir athugasemdakerfinu mínu, það er ekkert lýðræði þar og ef þú skrifar þar áttu að vita að þú ert á mínu valdi, ég get eytt athugasemdum þínum, breytt þeim og svo framvegis. Það gildir einfaldlega að ef þú vilt skrifa níð um mig þá gerirðu það á eigin síðum (þar sem ég get hunsað þau skrif). Vildi bara taka það fram (og tel mig heiðarlegan fyrir það).

Svipað með Tilvísanir (sem er íslenskun á orðinu Trackback sem ég mun taka upp á síðunni bráðum), ég get eytt út því sem mér líkar ekki. Mér finnst Múrinn hugaður fyrir það að ætla að fara nota Tilvísanir og ég vona að það muni ekki verða of mikil geðveiki, hér er um að ræða líklega mest lesna vefrit landsins og það eru ekki allir sem lesa það af því þeir eru svo sammála því sem þar stendur. Göfug tilraun, ég fer í kjölfarið að gera göfuga tilraun (með níðingslegum skilyrðum).

Svefn og ömurlegustu draumar heims

Ég sef asnalega þessa dagana, sef illa á nóttunni en sofna á kvöldin eftir að ég kem úr vinnunni. Þetta væri hægt að laga ef ég næði að halda út án þess að sofna. Ég gæti þá sofið vel og yrði ekki þreyttur eftir vinnuna.

Það kemur samt annað inn í hvað ég sef illa og það eru ömurlegustu draumar heims. Ömurlegustu draumar heims snúast hjá mér um að stafla kössum og raða vörum, áður snerust þeir um að selja perur til heimskra viðskiptavina. Mig hefur einnig dreymt drauma um að stafla koddum og sængum, víbra steypu og margt fleira.

Þessir draumar eiga vitaskuld rætur sínar að rekja til vinnunnar. Svona kaflar í draumförum koma alltaf yfir mig þegar ég er nýbyrjaður í vinnu en hverfa svo smásaman, vonandi fer það að gerast.

Eftirleikur flutningsins

Merkilegt hvað fólk er duglegt að elta mig á nýjan stað, heimsóknir eru bara rétt undir meðallagi. Það munar miklu að Bloggari Dauðans og Illi tvíburinn hafa báðir uppfært hlekki sína á mig fljótt og vel. Margir gestir virðast líka koma í gegnum aðalsíðu Kaninku (kíkið þangað til að sjá fallega mynd af mér).

Ég hef enn trú á að Bjarni lagi tengingarnar á okkur sem fluttum á Kaninkuna, samt erfitt fyrir hann að finna sér tíma þegar alheimsfrægð (með tilheyrandi vinnu) bíður.

Samsærið Ónýtt

Hjörvar virðist ekki hafa vitað að í mörg ár hef verið í gangi viðamikið samsæri meðal vinstri manna um að reyna að sannfæra Davíð Oddsson um að hann sé góður rithöfundur. Augljóslega hefur þetta verið gert til þess að fá einræðisherra krúnunnar til að afsala sér völdum með það í huga að nota tímann í skriftirnar. Afleiðing þessa yrði að sjálfsögðu allsherjar stríð meðal kjölturakka hans sem hingað til hafa verið þægir og ánægðir með það sem hrekkur af borði meistarans.

Vonum að Davíð lesi ekki blogg né að Hannes lesi þau ekki fyrir hann.

Bráðabirgðalausn

Meðan ég er að laga til í þessu rugli þá stel ég lúkkinu hans Palla og prufa núna tvennt.

Þetta er ekkert merkilegt annars.

Uppfært!
Síðan er að lagast, ég tók inn nýtt stylesheet og hef verið að rugla með það síðustu mínútur, hugsanlega hefur þetta valdið geðveiki hjá þeim er heimsóttu síðuna á meðan.

Bíðandi eftir kraftaverki

Það var verið að segja mér frá því að Tryggingastofnun trúi á kraftaverk. Svo virðist sem blindir og heyrnalausir þurfi að fara á tveggja ára fresti í skoðun til að athuga hvort þeir séu ennþá blindir og heyrnalausir. Mig grunar reyndar að þetta hljóti að ganga yfir flesta sem eru á einhvern hátt fatlaðir. Fólk sem hefur misst útlimi þarf að öllum líkindum að fara reglulega til að athuga hvort það hafi froskagen sem valda því að nýjir útlimir vaxi á það. Það hlyti að spara gríðarlega fjármuni á hverju ári ef það væri bara hægt að merkja við fólk „Þetta er varanlegt, þurfum ekki að tjékka þetta aftur“.

Internet Explorer Sökkar

Mér hefur verið bent á að síðan komi asnalega út í IE, það er vegna þess að Internet Explorer er rusl sem skyldi henda við fyrsta tækifæri. Síðan virkar fínt í Firebird og Opera. Hættið að lifa í fortíðinni, uppfærið vafrann ykkar. Ekki er ég ennþá að nota Netscape.

Reyni samt að laga þetta fyrir sauðsvartan almúgann.

Jarðarför

Í kvöld fór ég í jarðarför. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt einstaklinginn vel en þó hitt hann nokkrum sinnum.

Ég ákvað að skreppa til Sigga í kvöld til að gefa Eygló færi á að skúra. Þegar ég kem til Sigga þá er kassi á rúminu hans og kemur í ljós að það er músin hans. Siggi sannfærði mig um að koma með honum að jarða hana (mér hafði þá mistekist að benda honum á kosti innanhúsgrafreitsins þar sem dvergar gætu gætt mýslu).

Við keyrðum langt og gáfumst upp á að finna skjól fyrir rigningunni þegar komið var að Öskjuhlíðinni, þar fann ég henni greftrunarstað og Siggi jarðaði. Ekkert varð af myndtökum vegna rigningar.

Síðan fengum við okkur ís.

Siggi er annars hress og ekki með SARS (né HABL).

Falun Gong

Augljóst er að það væri gott að koma saman til að minnast mótmælanna í fyrra, umræðan um atburðina er að komast af stað aftur og góður tími til að taka þetta til endurskoðunnar.