Skífan er hræðileg

Um helgina pantaði ég Live at Wembley dvd diskinn í verslunni 2001. Þar fékk ég að vita hvað diskurinn myndi kosta cirka, það er 2790. Ég fór í Skífuna í dag og þá kom í ljós að þeir höfðu allavega drullað sér til að panta diskinn en hann kostaði 4290! Munar fimmtánhundruð krónum! Ég er alveg hættu að kaupa diska þarna, frekar fer ég 2001 og læt hann panta þá til landsins og bíð bara eftir þeim.

Hlakka til að fá diskinn, hlakka, hlakka til.

Vinnan og hjálpandi tölvuaula

Erfiður dagur í vinnunni framundan, þetta verður hins vegar síðasta vikan í sumar sem er svona óeðlileg. Er betra að fá fríið eða er betra að vinnan sé rólegri og maður sé fyrr búinn (sem hefur í raun áhrif alla vikuna en ekki bara daginn á undan og eftir frídeginum)? Erfitt mat.

Fór í gær til að redda tölvunni hans Ásgeirs, náði ekkert að gera almennilegt fyrren ég skilgreindi markmiðið einfaldlega sem „koma tölvunni í starfhæft form“ í stað þess að ætla að gera allt fullkomið. Með þessu náði ég að sjá út hvernig best verður síðan að bjarga þessu alveg þegar maður hefur meiri tíma.

Það eru tíu mínútur í að ég fari að klæða mig. Úff. Ég held að Eygló hafi verið að stinga upp á því að við gerum eitthvað á morgun, ekki nenni ég því.

Sunnudagsferð

Við fórum áðan upp í Elliðaárdal í fyrsta skipti. Við ætluðum að fara á Minjasafnið. Þar sem við höfðum lesið að það opnaði klukkan 13:00 á sumrin vorum við hissa að það var ekki opið þegar við komum svona kortét í tvö. Við fórum í smá gönguferð um dalinn. Við komum aftur um hálfþrjú og ekki var safnið opið. Ég ákvað að athuga hvort Eygló hefði lesið vitlaust á heimasíðunni og hringdi í Sigga svo hann gæti athugað opnunartímana á netinu. Akúrat þegar Siggi er að segja mér að þetta hafi allt verið rétt hjá Eygló sjáum við Sólarneistann koma og leggja. Út kom hobbiti nokkur og hleypti okkur inn.

Við skoðuðum safnið og nú get ég loksins sagt hvað mér fannst um það en ekki bara endurtekið það sem ég sagði til að gleðja Stefán. Það vantaði fleiri ljósaperur og mér finnst að það ætti að vera smá bás helgaður Ticino
raflagnaefninu.

Stefán var upptekinn mjög, var að skera pappír fyrir pönkara. Við fengum að skoða Rafheima á neðri hæðinni, þar var ægilega djúpur brunnur og ýmislegt sem skemmti litlum heilum okkar Eyglóar. Stefán fékk síðan fleiri gesti og útskýrði þá dáltið um markmið safnsins á næstunni. Við verðum annars að skreppa þarna seinna, margt áhugavert. Merkilega margir gullfiskar þarna.

Fórum síðan aðeins í búðir til að plana hvað við gerum þegar við komust loksins í stærra á stúdentagörðunum (jamm íbúðin okkar er minni en það sem er á stúdentagörðunum). Lukum ferðinni í Ísbúðinni í Álfh…. fyrirgefið, Ísbúðinni í Fákafeni.

Nennti að gera eitthvað

Uppfærði gömlu vefina þannig að þeir beina gestum í rétta átt, uppfærði Týssíðuna og kom öllu í ágætisstand, ef allt virkar þá þarf ég ekki að nota Símnets tenginguna aftur.

Það er kannski gott að minna fólk á að ég nota núna tölvupóstfang sem samsvarar slóðinni á þessa síðu, oligneisti hjá kaninku.net. Gleði, munið það.

Síðan var þetta á gömlu síðunni og líklega er góð vísa aldrei of oft kveðin:
Ef þið viljið ná ennþá nánara samband við mig er hægt að nota númerið 12258630 á ICQ en oligneisti@hotmail.com fyrir MSN. Ég nota ekki hotmail-tölvupóst.
Ég á eftir að bæta við þessum upplýsingum hérna einhvers staðar, nenni því ekki núna.

Ég er latur

Ég þarf að afreka eitthvað í dag, líklega þýðir það ég mun ekki ganga frá lausum hnútum á gömlu síðunni strax, kannski ég reyni.

Ég var um daginn að skoða síðuna mína (þessa fallegu sem þið eruð örugglega að dást að) og sá að færsla sem ég var nýbúinn að lesa hjá Palla var ekki kominn á Molanna sem eru hér á hliðinni. Ég hélt fyrst að eitthvað væri að hjá Molunum en fattaði síðan að ég hefði bara ekki látið Palla þarna, nokkrir bloggarar sem ég les alltaf eru ekki þarna heldur. Verð að yfirfara það. Verk númer eitt hlítur samt að vera að uppfæra Týssíðuna. Nenni ekki að hlekkja á hana, það er hlekkur þarna hinum megin (ekki Mola megin heldur þarna <

Tunga.is

Þetta er undarleg „frétt“ sem ég var að lesa á Vísi:
Fréttamiðilinn tunga.is sem undanfarna mánuði hefur flutt fréttir og fréttatengt efni á netinu er hættur starfsemi. Segir í orðsendingu á heimasíðu miðilsins að hann hafi orðið að gefast upp í samkeppni við Ríkisútvarpið. Gagnrýna forráðamenn tunga.is menntamálaráðuneytið og RÚV fyrir að halda úti niðurgreiddum fréttavef (ruv.is) og segja að þessi starfsemi komi í veg fyrir að fjárhagsgrundvöllur skapist fyrir óháða fréttamiðla á netinu.
Ég hef einu sinni áður heyrt um tunga.is og þá var einhver þarna að gagnrýna RÚV. Aldrei hef ég farið þangað og snöggt yfirlit á síðunni sýndi fram á það að þessi „fréttamiðill“ væri til að mynda með svipaða uppfærslutíðni og þessi dagbók. Yfirleitt er efnið á síðunni fengið annars staðar frá, til að mynda vísað í greinar á stjórnmálavefritunum. Vefurinn er síðan einstaklega ljótur. Ekkert lagt í útlitið, fyrirsagnirnar virðast hafa verið prentaðar yfir „fréttamyndirnar“ í Paint af einhverjum sem er nýbúinn að læra á það forrit. Þetta var semsagt svona bloggsíða með fréttaívafi, illa gerð bloggsíða.

Snögg rannsókn á þessari síðu leiddi mig til heimilis Ágústs Einarssonar og þá er það víst sonur hans (ekki Ágúst Ólafur þó heldur Einar) sem hefur séð um þessa síðu. Þetta kom mér á óvart enda bjóst ég satt best að segja eindregið við að finna nafn Benedikts Jóhannessonar (Bensi frændi Eyglóar) þarna. Þarna er allavega kominn sonur mannsins sem finnst fólk ekki fórna nógu miklu fyrir menntun sína, ég veit lítið um soninn.

Mín hugmynd um tilkomu þessarar síðu er á þá leið að einhver andstæðingur (eða einhverjir andstæðingar) RÚV hafi þarna komið og ákveðið að koma höggi á RÚV. Þeir hafa peninga til að henda í ruslið (ekki það að þetta sé í raun mjög dýrt, ýmis vefrit eru rekin í sjálfboðastarfi án peningamanns á bak við) og stofna þessa síðu með það að markmiði að leggja hana síðan niður í framtíðinni og kenna RÚV um.

Ég tel mig ágætlega vel að mér í netheimum, les blogg þar sem fólk er alltaf að vísa á áhugaverðar síður, aldrei man ég eftir að hafa lesið um þessa síðu (nema varðandi gagnrýnina á RÚV). Þessi síða virðist almennt ekki hafa verið rekin á þann hátt að ætlast væri til þess að fólk tæki eftir henni, hún fór nær huldu höfðu fyrir utan að gagnrýna RÚV en sendir síðan út fréttatilkynningu þegar þeir ákveða að „gefast upp fyrir RÚV“.

Það að segjast vera að gefast upp fyrir RÚV er náttúrulega út í hött, RÚV er almennt lítið notaður fréttamiðill, Morgunblaðið er augljóslega sterki samkeppnisaðilinn sem ekki er við ráðið á þessum markaði. Forráðamenn Tunga.is þykjast ekki vita það eða bara hreinlega vita það ekki enda voru þeir aldrei í alvörunni á veffréttamarkaðinum, þetta var bara show.

Ef ég myndi leggja niður þessa dagbókarsíðu og halda því fram að ég hafi gefist upp á samkeppninni við RÚV þá væri það álíka sannfærandi og þvaður forráðamanns Tunga.is.

Út að borða og gestir

Við fórum semsagt með Hjördísi og Nils á Pizza Hut og eyddum síðan kvöldinu í spjall. Ég sýndi þeim nokkur Queen myndbönd og benti þeim á hvað mér finnst vera besta myndband allra tíma. Nils lofaði að lána mér Sandman sem þýðir að ég get klárað að kynna mér helstu verk Neil Gaiman.

Þess má síðan geta að kærastan bloggaði aftur í dag, endilega kíkið á það, nenni ekki að hlekkja hana enda er hlekkur á hliðinni. Þarna einhvers staðar =>