Blogg djöfulsins… Minn gamli bekkjarbróðir,

Blogg djöfulsins…

Minn gamli bekkjarbróðir, Pétur Rúnar Guðnason, óskar mér til hamingju með að vera byrjaður að blogga. Við vorum sessunautar í­ þrjú ár í­ menntó og klöngruðumst saman í­ gegnum fornmáladeildina í­ MR án þess að kunna rassgat í­ latí­nu og frönsku.

Ég og Sibbi bekkjarbróðir (sem er nú orðinn guðfræðingur og verður vonandi bráðum prestur) kölluðum Pétur aldrei annað en „Pétur djöful“ eða „Djöfulinn“. – Núna veltir hann því­ fyrir sér hvernig hafi staðið á þessu viðurnefni og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé vegna þess að hann er prestssonur en með „djöfullegt innræti“. Ekkert er fjær sanni.

Á menntó þótti okkur Sigfúsi það óstjórnlega skemmtilegt að reyna að klí­na á fólk viðurnefnum. (Dæmigerður menntaskólahúmor.) – Þannig kölluðum við Aðalstein bekkjarbróður aldrei annað en „Adda pulsu“, án nokkurrar sérstakrar ástæðu. Með tí­manum þróaðist nafnið yfir í­ í­ „Addi pu“ eða einfaldlega „Pu“. Eins og gefur að skilja þoldi Aðalsteinn ekki þetta viðurnefni og varð alltaf fúll þegar við notuðum það. En þolinmæðin þrautin vinnur allar og eftir nokkra mánuði gafst hann upp og fór að nota þessi gælunöfn um sjálfan sig. – Fullnaðarsigur!

Sömu sögu er að segja um Pétur. Vissulega spilaði það inn í­ að pabbi hans er prófastur í­ Miðfirði – og því­ sérstaklega sniðugt að kenna hann við kölska sjálfan. Meira máli skipti þó að „Pétur djöfull“ var viðurnefni sem flestir myndu tengja við harðsnúna rokkara – nokkuð sem Pétur mun seint geta talist. Hafa ber í­ huga að Pétur var orðinn tölvunörd í­ menntó og á miðjum tí­unda áratugnum, áður en internetbólan þandist út – voru tölvunördar ekki beinlí­nis að rokka!

Pétri fannst ekkert sniðugt að vera kallaður „djöfull“ og tuðaði einhver reiðinnar býsn yfir þessu. Með tí­manum lét hann þó undan. Hann fór að svara kallinu „Djöfull“ og eitt kvöldið stóðum við hann að því­ að svara í­ sí­manum heima hjá sér með kveðjunni: „Hjá djöflinum!“ – Fullnaðarsigur!

En svo kom að því­ að gamanið tók að kárna. Einhverju sinni vorum við Sibbi staddir í­ margmenni – gott ef það var ekki skólaball á Hótel Íslandi eða eitthvað álí­ka. Eitthvað þótti okkur vistin daufleg, þannig að annar okkar sagði við hinn: „Nú vantar okkur djöfulinn!“ – Það var sem við manninn mælt, að tí­u sekúndum sí­ðar gekk Pétur beint í­ flasið á okkur.

Eins og gefur að skilja þótti okkur félögunum þetta vera kyndug tilviljun, en spáðum svo sem ekki meira í­ henni. – Nokkrum mánuðum sí­ðar voru hins vegar haldnir tónleikar í­ Laugardalshöll með hljómsveitinni Pulp. Við Sibbi mættum glaðbeittir. Á miðjum tónleikum, þegar hljómsveitin var í­ essinu sí­nu, sagði ég við Sigfús: „Helví­ti væri gaman ef Djöfullinn væri staddur hér!“ – Á sömu mund finnum við að einhver leggur hendur á axlir okkar. Pétur var mættur á svæðið.

Þessi fáránlega sena á Pulp-tónleikunum var einfaldlega of fráleit til að geta verið tilviljun. Á framhaldinu komumst við Sibbi að þeirr niðurstöðu að okkur hefði í­ raun og veru tekist að særa fram djöfulinn. – Enda þorðum við ekki að kalla Pétur þessu nafni í­ langan tí­ma á eftir.

Jamm.