Austurbæingar í vanda Sigga bleika

Austurbæingar í­ vanda

Sigga bleika var á dögunum kát að frétta það að ég væri áhugamaður um East Enders. Jafnframt upplýsti hún það að Steve Owen hefði sprungið í­ loft upp í­ bí­laeltingaleik við Phil.

Ég ætlaði ekki að trúa mí­nu eigin augum, en á BBC Prime í­ morgun var einmitt sýndur þátturinn þar sem Steve deyr. – Ég held að handritshöfundarnir hafi gjörsamlega glatað glórunni. Martin Kemp, sem leikur Steve er langbesti leikarinn í­ serí­unni. Hann er lí­ka megatöffari og var bassaleikari í­ Spandau Ballet, sem var náttúrlega snilldarhljómsveit.

Nú getur vel verið að leikarinn hafi verið búinn að fá nóg – en hvers vegna að sprengja hann í­ loft upp. Það er miklu betra að láta hann falla fyrir borð á skipi eða hrapa í­ flugvél yfir frumskógum Brasilí­u. Með því­ móti væri hægt að láta hann snúa aftur eftir misheppnaðan leikferil annars staðar. (Eins og gert var með Sharon.)

Annars er það óskiljanlegt hvað Bretar hafa mikið dálæti á Phil. Hann er jú ekkert annað en bolabí­tur, en einhverra hluta vegna þykir hann kyntákn í­ Bretlandi og er miklu vinsælli persóna en Steve. – Enn ein sönnun þess að þetta gamla nýlenduveldi kann ekki gott að meta.

– Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því­ að þetta blogg er gjörsamlega óskiljanlegt fyrir aðra en innví­gða East Enders-aðdáendur. Það þýðir væntanlega að enginn annar en bleika frúin mun skilja boffs í­ þessu. Ef fleiri bloggarar eru aðdáendur Austurbæinganna hvet ég þá til að gefa sig fram!