One down, four to go?

One down, four to go…

Jæja, maður lifði svo sem af fyrstu nóttina með stelpuna á spí­talanum. – Hvers vegna er kaffi svona hryllilega vont á sjúkrastofnunum? Og hvers vegna lendir maður alltaf í­ stofu með gamlingja sem stynur og rymur eins og slí­ðurhyrningur?

Þegar heim var komið (á elsku Mözdunni minni sem er orðin eins og ný eftir að völundurinn Eddi K lagaði kælikerfið), ætlaði ég að hringja í­ félaga Stefán Jónsson sem eflaust hefði verið til í­ að fara á barinn. Stefán var ekki heima þannig að þess í­ stað ákvað ég að gefa sjónvarpsdagskránni tækifæri – sem reyndust vera mí­n stærstu mistök.

Annars varð gærkvöldið athyglisvert. Á mig hringdi nefnilega Bóas nokkur Valdórsson. Bóas var liðstjóri í­ ræðuliði FB sem ég þjálfaði til sigurs í­ Morfís árið 1996.

Sigur FB-inga það ár voru sennilega óvæntustu úrslit í­ sögu keppninnar. Breiðholtið hafði einu sinni eða tvisvar áður tekist að komast upp úr fyrstu umferð, en fór skyndilega alla leið. – Bóas er nú farinn að þjálfa FB og er kominn með liðið í­ undanúrslit á móti Versló. Keppnin fer fram á föstudagskvöldið og talar FB með „nördum“ en Versló á móti. – Hvernig í­ ósköpunum er hægt að vera á móti nördum?

ísamt Bóasi, voru Lárus Páll Birgisson, Arnar Þór Halldórsson og Matthí­as Geir ísgeirsson í­ 1996 liðinu. Lárus er betur þekktur sem Lalli feiti og var valinn „fyndnasti maður Íslands“ fyrir einhverjum misserum. Lalli er raunar hættur að vera feitur, en þegar hann var upp á sitt besta var hann einhver magnaðasti bjórsvelgur sem ég hef séð. Eftir eina ræðukeppnina mætti hann peningalaus á barinn, en lét fólk gefa sér bjór með því­ skilyrði að hann teygaði hann í­ einum sopa. – Hann drakk allt kvöldið frí­tt!

Arnar – öðru nafni: „Addi rokk“ eða „Arnar 6 ára“, var og er höfuðsnillingur. Raunar fannst mér hann alltaf fyndnastur í­ liðinu. Það væri hins vegar synd að segja að hann hafi rekist vel í­ skólakerfinu. – Ég var alltaf með lí­fið í­ lúkunum yfir því­ að hann yrði rekinn úr skóla fyrir mætingu og yrði þannig ólöglegur í­ Morfís. Til þess kom þó ekki, því­ það tókst að sannfæra áfangastjórann um að Addi yrði að vera með ef okkur ætti að takast að slá MR úr keppni í­ 8-liða úrslitum. Og það gekk eftir. – Annars tókst Arnari að skrópa sig út úr „Tjáningu“ þarna um vorið. Helv. kennarinn tók ekkert tillit til þess að hann væri að undirbúa ræðukeppni sem ætti að hafa eitthvað fyrir kúrsinn að segja. – Tjáningarkennarar eru afskaplega miklir þverhausar…

Matti stuðningsmaður er sá eini úr liðinu sem ég hef haldið einhverju sambandi við. Hann var alltaf langbesti ræðumaðurinn í­ hópnum og hefur þjálfað ræðulið með góðum árangri út um hvippinn og hvappinn. Hins vegar er hann vinnualki af verstu sort. Eftir stúdentsprófið dreif hann sig í­ smí­ðanám og er nú að slá upp mótum út um allan bæ, auk þess sem hann er búinn að smí­ða sér stóreflis hús á ílftanesinu og er kominn með grí­sling. – Matti er eini maðurinn sem ég hef kynnst sem tekist hefur að vera í­ um 180% vinnu um langt skeið án þess að glata glórunni.

Hver veit nema að ég rifji sigurárið 1996 betur upp sí­ðar?