Það er munur að vera

Það er munur að vera hvalur…

…og geta siglt um sjóinn eins og skip – eins og skip – eins og skip, skip, skip!
Ég er stærsti hvalur í­ heimi og ég syndi um með merkilegan svip – merkissvip – merkissvip, svip, svip!
Alla fiska sem ég finn (hvar sem er í­ hafinu)
– alla fiska sem ég finn (hvar sem er í­ hafinu),
borða ég með munninum!

Það er sjaldnast skemmtilegt að fá lög á heilann. Þó er margt verra en að syngja í­ sí­fellu lögin hennar Olgu Guðrúnar af „Eninga meninga“. Hefur komið út betri barnaplata á í­slensku? – Það er mér til efs.

* * *

Gærdagurinn var lengst af ömurlegur, ég var hálfþunglyndur og gerði ekki rasskat í­ vinnunni. Undir kvöldmat fór landið hins vegar að rí­sa á ný. Veðrið snarskánaði, ég fór í­ heimsókn á spí­talann til Steinunnar og dvaldi þar í­ góðu yfirlæti þrátt fyrir í­trekaðar tilraunir sjúkraliða og gangastúlkna til að trufla okkur, því­ næst horfði ég á nokkrar mí­nútur af Meistaradeildinni og endaði loks á Ara í­ Ögri ásamt þeim Jakobssonum.

– Þessi dagskrá dugði til að hressa mig svo rækilega við að mér hefur tekist að halda góða skapinu í­ allan dag. Grí­slingarnir sem eru núna í­ heimsókn á safninu eru fí­nir, samstarfsmenn mí­nir hafa ekki gert mér lí­fið leitt í­ dag með frekju og vitleysisgangi og mér er bara að ganga vel með handritið að sögu Vatnsveitunnar eftir Hilmar Garðarsson sem ég er að lesa yfir um þessar mundir. – Sí­ðdegis er svo von á krökkum úr Finnbogastaðaskóla af Ströndum, en kennarinn þeirra er einmitt Bjarnheiður mamma Gvendar sem keppti með mér í­ Gettu betur 1995. (Gvendur á bara eftir að klára BA-ritgerðina sí­na í­ sagnfræðinni, en vinnur fulla vinnu í­ kerskálanum hjá ísal.)

Gæti ég verið í­ betra skapi? – Jú, raunar. Það myndi til dæmis kæta mig verulega ef íTR myndi hundskast til að borga mér fyrir að vera spyrill í­ spurningakeppninni þeirra um daginn. Þá hefði ég kannski efni á því­ að borða og þyrfti ekki að lifa á visa-kortinu.

* * *

Um helgina þarf ég svo að demba mér í­ að pakka inn Dagfara, tí­mariti okkar herstöðvaandstæðinga. Blaðið er stórglæsilegt, þó ég segi sjálfur frá. Palli Hilmars er langflottasti umbrotsmaðurinn og forsí­ðan er ofursvöl. Fjalla kannski betur um það sí­ðar.

* * *

Nú kynni einhver að spyrja hvers vegna ég sé að blogga úr því­ að ég hef ekki frá neinu að segja öðru en því­ í­ hvernig skapi ég er? – ístæðan er einföld. Blogg er fí­kn eins og Óli Njáll kommúnisti og krikketnörd þreytist ekki á að benda á.