Sitt lítið af hverju? Jæja,

Sitt lí­tið af hverju…

Jæja, oft hafa helgarnar verið villtari en þetta. Hápunktur föstudagskvöldsins var vitaskuld að horfa á stórmyndina um Olsen-banden. Það var búið að benda mér á það fyrirfram að einn af leikurunum hefði dáið meðan á tökum myndarinnar stóð – en það truflaði ekki framleiðendurna. Þess í­ stað kom hver senan á fætur öðrum þar einungis var sýnt aftan á þá persónu – auk þess sem hún fékk ótrúlega fáar lí­nur.

* * *

Á laugardagskvöldið litu mamma og pabbi í­ heimsókn. Þau gömlu eru á leiðinni til Póllands í­ lok næstu viku. Harka í­ gömlu hjónunum!

Raunar ætluðu þau fyrst til Portúgal, en helví­tis ferðaskrifstofan vildi helst ekki selja þeim flugmiða nema að þau bókuðu lí­ka hótel í­ gegnum sömu aðila. Það er því­ greinilegt að gömlu hafa tekið þann kostinn að velja næsta land í­ stafrófinu. – Ef allt hefði verið uppselt til Póllands hefðu au sennilega haldið til Puerto Rico.

* * *

Fótboltinn í­ hádeginu á áðan var lí­ka fí­nn. ítta manns mættir – sem er eiginlega forsenda fyrir því­ að hægt sé að spila af einhverju viti. Á tí­manum á undan hafði Addi rokk verið að spila. Hann mætti á ræðukeppnina á föstudaginn þar sem minn gamli uppáhaldsskóli FB sigraði Versló og komst þannig í­ úrslit Morfís í­ annað sinn í­ sögunni.

Arnar sagði að Breiðhyltingarnir hefðu verið miklu betri og átt mun stærri sigur skilið. Engu að sí­ður er augljóst að honum finnst þetta 2002 FB-lið standa gullaldarliðinu frá 1996 langt að baki.

Er ég algjört nörd? Er ég virkilega kominn með Morfís-nostalgí­u???

* * *

Sí­ðast en ekki sí­st: mí­nir menn í­ Luton unnu Kidderminster í­ gær. 2. deildar-sætið virðist því­ nokkuð tryggt, en því­ miður er Plymouth á það mikilli siglingu að titillinn verður vart okkar í­ ár.

Jamm.