Spurningakeppni fjölmiðlanna Á áðan hlustaði

Spurningakeppni fjölmiðlanna

Á áðan hlustaði ég á Rás tvö þar sem Guðni Már var að draga í­ spurningakeppni fjölmiðlanna. Umsjónarfólk þessarar keppni nú í­ ár eru þau Þóra Arnórsdóttir og Svenni Guðmars úr Dægurmálaútvarpinu. Svenni spilar fótbolta með mér á sunnudögum, en hafði ekki ropað þessu upp úr sér við mig fyrr.

Það er greinilega verið að reyna að hæpa þessa keppni upp. Þannig eru þættirnir Gettu betur og Viltu vinna milljón? báðir með kepnislið – þrátt fyrir að þeir séu vitaskuld ekki fjölmiðlar. Þá kom fram í­ útdrættinum að ýmsir fjölmiðlar legðu mikið upp úr því­ að vinna þessa keppni og sendu þrautreyndar spurningakempur til leiks. Svo dæmi sé tekið er Morgunblaðið með Daví­ð Loga Sigurðsson í­ liði sí­nu, en eins og margir muna lét Daví­ð Logi mjög til sí­n taka í­ spurningakeppni hjá Hemma Gunn um árið.

Einu sinni keppti ég í­ spurningakeppni fjölmiðlanna. Það var þegar Björgvin G. Sigurðsson var ritstjóri Stúdentablaðsins. Björgvin ákvað að Stúdentablaðið yrði að taka þátt í­ keppninni í­ fyrsta sinn, en treysti sér þó ekki sjálfur til að vera í­ liðinu. Hann prettaði félaga minn Björn Inga Hrafnsson til að taka þetta að sér, en Bingi skrifaði öðru hvoru í­ blaðið. Björn hafði svo samband við mig (sem tengdist blaðinu ekkert) og við mættum til leiks.

Svo fór að lokum að við fórum með sigur af hólmi í­ keppninni sem þá var í­ umsjón Þorsteins sem nú er hjá útvarpi Umferðarráðs. Á leið okkar í­ úrslit minnir mig að við höfum unnið fréttastofu Útvarps, Moggann og Séð og heyrt – sem þá var ritstýrt af Gerði Kristnýu. – Á úrslitaleiknum unnum við svo Sjónvarpið, þá Gunnar Salvarsson og Ómar Ragnarsson.

Það var svo sem fí­nt að vinna og fá Sögu daganna og Merkisdaga á mannsævinni eftir írna Björnsson – en ekki finnst mér þetta nú skemmtileg eða merkileg keppni.

Af Binga er það hins vegar að frétta að henn gerðist Framsóknarmaður nú um mánaðarmótinn. Það er ví­st góður bissnes í­ því­ að styðja þann flokk – ef menn hafa geð í­ sér til slí­kra verka.