Draugar og hart viðbit Félagi

Draugar og hart viðbit

Félagi Stefán Jónsson kom í­ heimsókn í­ gærkvöld til að lepja kaffi og spjalla um daginn og veginn. Það var gaman.

Eins og fram hefur komið á þessari sí­ðu, er Stefán loksins kominn með vinnu eftir að hafa útskrifast úr heimspekinni sl. haust. Hann starfar nú hjá Ví­sindavef Háskólans, undir stjórn Þorsteins Vilhjálmssonar sem er einmitt með mér í­ ví­sindasöguhóp (fjalla betur um það sí­ðar).

Stefán bar sig heldur aumlega yfir því­ hversu illa gangi hjá honum að afla upplýsinga um Stapadrauginn, en einhver forvitin sál mun hafa sent inn spurningu um hann. Eitthvað reyndum við að rifja upp sögur af þessum draugi, sem er einn af fáum bí­ldraugum á Íslandi. (Hann á það sem sagt til að húkka sér far hjá hrekklausum ökumönnum en gufa svo upp á leiðinni.)

Að lokum ákváðum við að hafa samband við Bryndí­si, vinkonu Steinunnar, sem er óð drauga- og forynjuáhugakona. Ekki stóð á svörum og var Bryndí­s að senda okkur SMS eða hringja inn nýjar upplýsingar um drauga á Reykjanesi ásamt í­tarlegum ví­sunum í­ heimildir allt fram undir miðnættið. – Bryndí­s er snillingur sem ætti miklu fremur heima í­ alvörugrein á borð við sagnfræði, í­slensku eða jafnvel þjóðfræði en landafræðinni sem hún er í­ núna. Það er þó ekki öll von úti enn, því­ ýmsir góðir menn hafa droppað út úr landafræðinni. T.d. Svenni Guðmars, knattspyrnuhetja og útvarpsgaur.

Eftir draugapælingarnar krafði ég Stefán svara fyrir hönd Ví­sindavefsins við því­ hvers vegna spurningin hans Palla Hilmars fékkst ekki afgreidd. Hún var efnislega eitthvað á þessa leið:

Á ljósi laga um auglýsingar og góða viðskiptahætti, hvernig er þá Osta- og smjörsölunni stætt á að auglýsa: „Smjörvi – alltaf mjúkur á brauðið!“ – þegar það er augljóslega ósatt?

Þótt einhverjum kunni að þykja þessi spurning léttvæg, þá er hún það alls ekki. Nú veit ég til þess að deilurnar um Smjörvan séu mesta ógnin sem steðji að sambandi þeirra Palla og Hildar. Hildur vill kaupa Smjörva, vegna þess að henni þykir hann bestur á bragðið. Palli verður hins vegar foxillur í­ hvert sinn sem hann reynir að smyrja grjóthörðu viðbitinu á brauð með þeim árangri að brauðsneiðarnar tætast í­ sundur.

Hér er augljóslega um djúpstæðan ágreining að ræða sem ekki verður leystur svo glatt. Meðal þeirra leiða sem hugsa mætti sér að fara, væri að hætta að geyma smjörið í­ í­sskápnum. Með því­ móti verður það vissulega alltaf mjúkt – en fer hins vegar fljótt að þrána. – Til að bregðast við því­ mætti kaupa Smjörvann í­ rauðu umbúðunum, en hann er saltmeiri og ætti því­ að þola betur geymslu við stofuhita.

Önnur og jafnvel einfaldari leið væri sú að venja sig við að éta þránað smjör. Þessi aðferð gagnaðist Íslendingum um aldir og raunar bendir margt til þess að fólki hafi fundist úldið smjör betra á bragðið en fersk vara.

Þetta breytir því­ þó ekki að Ví­sindavefurinn átti ekkert með að hafna spurningunni hans Palla!