Bloggað til að plögga! Jæja,

Bloggað til að plögga!

Jæja, þá sit ég á skrifstofu Palla Hilmars á föstudeginum langa og blogga. Hér er ég staddur undir því­ yfirskyni að við Palli séum að vinna saman að undirbúningi friðarráðstefnunnar sem við erum að efna til í­ vor. Það er rangt.

Palli er að snattast í­ heimasí­ðu UVG og dunda sér við að setja upp netmyndavél sem smellir mynd af honum á mí­nútu fresti þar sem hann situr fyrir framan tölvuna sí­na – slí­kt á auðsjáanlega erindi við heimsbyggðina. Sjálfur læt ég mig hafa það að hanga hérna, vegna þess að þannig kem ég mér undan því­ að hjálpa til við kvöldverðarboðið á eftir, þar sem Steinunn er að gera flóknar tilraunir með að elda mexí­kóskan kjúkling.

Á raun hef ég ekki frá miklu að segja sem réttlætt gæti það að blogga á þessum mikla helgidegi. Þó læt ég mig hafa það til að plögga samkomuna sem við herstöðvaandstæðingar ætlum að halda annað kvöld (laugardaginn 30. mars) að Hallveigarstöðum, á horni Túngötu og Garðastrætis.

Samkoma þessi verður með allra léttasta móti. Einhver tónlist verður spiluð og svo seldur bjór á vægu verði. Ég fékk að stýra áfengiskaupunum og lét því­ kaupa 3-4 sinnum meiri bjór en seldist á þessari samkomu í­ fyrra. Engu að sí­ður er ég sannfærður um að búsið muni renna út á mettí­ma. Þeir sem vilja ná fí­nu partýi áður en haldið er í­ bæinn á laugardagskvöldið gætu því­ gert margt vitlausara en að droppa við að Hallveigarstöðum – (þó ekki væri til annars en að sjá allt þetta fólk sem ég nefni svo oft í­ bloggunum mí­num.)

Jamm.

* * *

e.s. Steini Múrverji hefur sérstaklega farið þess á leit að ekki verði bloggað um hann á þessum vettvangi. Að sjálfsögðu mun ég ekki verða við þessari beiðni – öðru nær. Þannig er tilvalið að benda lesendum þessa bloggs á að Steinþór skrifaði grein í­ TMM á dögunum. Ekki hef ég lesið þá grein en hún er eflaust góð.