Þriðjudagur til þrautar… Stóri sívalningurinn

Þriðjudagur til þrautar… Stóri sí­valningurinn hér að neðan er svonefnd sperrimúffa. Múffur þessar voru sérstaklega smí­ðaðar fyrir Rafmagnsveitu Reykjaví­kur. Með henni voru tvö kerfi sameinuð – annars vegar amerí­ska gasstrengjakerfið en hins vegar evrópska olí­ustrengjakerfið. Hægra megin á múffunni sést olí­ustrengurinn en vinstra megin gasstrengurinn. Miðhlutinn var til þess að einangra þann búnað sem tengdi …

Síðdegisblogg… Vorboðinn ljúfi er ekki

Sí­ðdegisblogg… Vorboðinn ljúfi er ekki lengur lóukvikindið sem skrí­kir með óhljóðum sem bara Íslendingar geta heillast af. Nei, vorboði samtí­mans er bloggsí­ður – sem nú spretta upp eins og gorkúlur. Viðar Pálsson, sagnfræðingur og óperuunnandi er kominn í­ hóp bloggara. Sömu sögu má segja um Braga Skaptason, Star Wars-aðdáenda og fyrrum MH-ing. Bragi var einu …

Vinnublogg Jæja, þá var ég

Vinnublogg Jæja, þá var ég að ljúka við að semja bréf til stjórnar Samorku og ræða við Aðalstein Guðjohnsen, fyrrverandi rafmagnsstjóra í­ Reykjaví­k um efni þess. Á stuttu máli er ég að leggja það til að stofnuð verði nefnd til að undirbúa 100 ára afmæli þess að Jóhannes Reykdal lét virkja Hamarskotslækinn í­ Hafnarfirði, en …

Sumarmaðurinn er fundinn! Jæja, þá

Sumarmaðurinn er fundinn! Jæja, þá er búið að fá úr því­ skorið hver verður sumarstarfsmaður hjá mér á Minjasafninu. Það er sá ljúfi drengur Sverrir Guðmundsson. Sverrir er um þessar mundir hagfræðinemi, en hefur einnig verið verkfræði í­ Háskólanum auk þess sem hann var viðriðinn Hið í­slenska eimreiðarfélag sem var skilgetið afkvæmi internetbólunnar á sí­num …

Mánudagsfærsla Jæja, þá er helgin

Mánudagsfærsla Jæja, þá er helgin afstaðin og sennilega rétt að fara yfir stöðu og horfur af vettvangi baráttunnar: Meginafrek helgarinnar fólst í­ því­ að ég Palli (sem hefur lí­tið bloggað eftir góða byrjun) og Steinunn (sem er eitthvað að hressast í­ blogginu), bjuggum til 600 barmmerki fyrir R-listann. Það var félagi Proppé sem fékk okkur …

Enn fjölgar í bloggheimum… Humm,

Enn fjölgar í­ bloggheimum… Humm, rosalega rann ég á rassinn þarna. Ég ætlaði að vera voðalega sniðugur og ljóstra því­ upp að Steinunn væri farin að blogga, en gefa ekki upp slóðina. Sverrir var aðeins sneggri að hugsa en ég og sló einfaldlega inn slóðinni steinunnthora.blogspot.com. Jæja, þá er ví­st alveg eins gott að leyfa …

Bögg og leiðindi Voðalegt vesen

Bögg og leiðindi Voðalegt vesen er þetta með bloggerinn. Alltaf þegar maður er í­ stuði að skrifa eitthvað sniðugt, þá liggur sí­ðan niðri. Ætli það endi ekki á því­ að ég verði að fá Palla til að redda fyrir mig einhverju sniðugu uppfærslukerfi þannig að ég verði ekki lengur upp á bloggerinn kominn. – Palli …