Þriðjudagur til þrautar… Stóri sívalningurinn hér að neðan er svonefnd sperrimúffa. Múffur þessar voru sérstaklega smíðaðar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Með henni voru tvö kerfi sameinuð – annars vegar ameríska gasstrengjakerfið en hins vegar evrópska olíustrengjakerfið. Hægra megin á múffunni sést olíustrengurinn en vinstra megin gasstrengurinn. Miðhlutinn var til þess að einangra þann búnað sem tengdi […]
Monthly Archives: apríl 2002
No alla NATO! Jæja, þá
No alla NATO! Jæja, þá er þessi helgi búin og enn einu sinni kem ég þreyttari undan frídögunum en vinnunni. En afköstin voru góð. Á sunnudaginn var skiltalager herstöðvaandstæðinga tekinn í gegn og búin til skilti með slagorðum gegn NATO á fjölda tungumála – þ.á.m. á ítölsku, pólsku og grísku. * * * Ég er […]
Síðdegisblogg… Vorboðinn ljúfi er ekki
Síðdegisblogg… Vorboðinn ljúfi er ekki lengur lóukvikindið sem skríkir með óhljóðum sem bara Íslendingar geta heillast af. Nei, vorboði samtímans er bloggsíður – sem nú spretta upp eins og gorkúlur. Viðar Pálsson, sagnfræðingur og óperuunnandi er kominn í hóp bloggara. Sömu sögu má segja um Braga Skaptason, Star Wars-aðdáenda og fyrrum MH-ing. Bragi var einu […]
Afa- og ömmustrákur Ég á
Afa- og ömmustrákur Ég á einn afa og eina ömmu á lfi. „Harri afi og amma Þóra“ búa á Neshaganum og hafa gert það frá því að þau fluttu að vestan á sjötta áratugnum. Ég er elsta barnabarnið og ólst að töluverðu leyti upp hjá gömlu hjónunum. Fyrir vikið hef ég alla tíð verið nánast […]
Vinnublogg Jæja, þá var ég
Vinnublogg Jæja, þá var ég að ljúka við að semja bréf til stjórnar Samorku og ræða við Aðalstein Guðjohnsen, fyrrverandi rafmagnsstjóra í Reykjavík um efni þess. Á stuttu máli er ég að leggja það til að stofnuð verði nefnd til að undirbúa 100 ára afmæli þess að Jóhannes Reykdal lét virkja Hamarskotslækinn í Hafnarfirði, en […]
Sumarmaðurinn er fundinn! Jæja, þá
Sumarmaðurinn er fundinn! Jæja, þá er búið að fá úr því skorið hver verður sumarstarfsmaður hjá mér á Minjasafninu. Það er sá ljúfi drengur Sverrir Guðmundsson. Sverrir er um þessar mundir hagfræðinemi, en hefur einnig verið verkfræði í Háskólanum auk þess sem hann var viðriðinn Hið íslenska eimreiðarfélag sem var skilgetið afkvæmi internetbólunnar á sínum […]
Mánudagsfærsla Jæja, þá er helgin
Mánudagsfærsla Jæja, þá er helgin afstaðin og sennilega rétt að fara yfir stöðu og horfur af vettvangi baráttunnar: Meginafrek helgarinnar fólst í því að ég Palli (sem hefur lítið bloggað eftir góða byrjun) og Steinunn (sem er eitthvað að hressast í blogginu), bjuggum til 600 barmmerki fyrir R-listann. Það var félagi Proppé sem fékk okkur […]
Föstudagur – og vinnan er
Föstudagur – og vinnan er rétt að byrja… Jæja, þá fer maður loks að sigla inn í nýja helgi með öllu því streði sem því fylgir. Fyrir mánudaginn þarf ég að koma fjórum hlutum í verk: i) Semja grein um NATO-fundinn í maí fyrir Stúdentablaðið. ii) Senda bréf á erlendu fyrirlesarana sem tala eiga á […]
Enn fjölgar í bloggheimum… Humm,
Enn fjölgar í bloggheimum… Humm, rosalega rann ég á rassinn þarna. Ég ætlaði að vera voðalega sniðugur og ljóstra því upp að Steinunn væri farin að blogga, en gefa ekki upp slóðina. Sverrir var aðeins sneggri að hugsa en ég og sló einfaldlega inn slóðinni steinunnthora.blogspot.com. Jæja, þá er víst alveg eins gott að leyfa […]
Bögg og leiðindi Voðalegt vesen
Bögg og leiðindi Voðalegt vesen er þetta með bloggerinn. Alltaf þegar maður er í stuði að skrifa eitthvað sniðugt, þá liggur síðan niðri. Ætli það endi ekki á því að ég verði að fá Palla til að redda fyrir mig einhverju sniðugu uppfærslukerfi þannig að ég verði ekki lengur upp á bloggerinn kominn. – Palli […]