Rokkað með allsherjargoðanum… Aldrei fór

Rokkað með allsherjargoðanum…

Aldrei fór það svo að næði ekki að sjá færeysku súpergrúppuna Tý á tónleikum. Á gær frétti ég af þeim að spila á blóti hjá ásatrúarmönnum (þeir Týsarar munu ví­st allir vera miklir áhugamenn um heiðni) og að sjálfsögðu varð úr að mæta á konsertinn. Tónleikarnir voru haldnir í­ „hofi“ ísatrúarfélagsins við Grandagarð – rétt við hliðina á Kaffivagninum, en þar eru heiðingjarnir að koma sér upp stórskemmtilegum sal í­ gömlu iðnaðarhúsnæði.

Það voru tvö upphitunarbönd áður en Týr steig á stokk. Annars vegar þungarokkhljómsveitin Dust, en þeir rokkuðu af kappi frekar en forsjá. Hins vegar voru það grí­slingarnir í­ Búdrýgindum. Ég var spenntur að sjá Búdrýgindin loksins á tónleikum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Börnin voru ofursvöl! – Þessir gagnfræðaskólastrákar eru fí­nir að spila og söngvarinn er mikill töffari – þótt hann geti lí­tið sungið. Þá er ég ekki fjarri því­ að grí­sirnir hafi komist í­ bjórinn hjá Færeyingunum og þess vegna verið svona fjörugir.

Nú var ég aldrei neinn þungarokksaðdáandi í­ gaggó – þekkti í­ mesta lagi nokkra Guns´n´Roses-menn. En mikið djöfull voru Týsararnir flottir! Þeir gerðu reyndar þau mistök að bí­ða alltof lengi með „Orminn langa“, því­ að salurinn fór ekki út á gólfið að dansa fyrr en það lag byrjaði. Sjálfum finnst mér þó „Ólafur riddararós“ miklu skemmtilegra lag.

Það var fí­nt að komast loksins á samkomu hjá ásatrúarmönnum – þótt vissulega hafi hún ekki verið dæmigerð. ísatrúarmenn virðast upp til hópa vera skemmtilegt og leitandi fólk. Það væri sennilega margt vitlausara en að skrá sig í­ ísatrúarfélagið. A.m.k. er skömminni skárra að trúfélagagjaldið renni til hóps sem slær upp góðum rokktónleikum en að þetta renni allt í­ gæluverkefnasjóð Páls Skúlasonar í­ Háskólanum.

ísatrúarmenn rokka!