Bögg og leiðindi
Voðalegt vesen er þetta með bloggerinn. Alltaf þegar maður er í stuði að skrifa eitthvað sniðugt, þá liggur síðan niðri. Ætli það endi ekki á því að ég verði að fá Palla til að redda fyrir mig einhverju sniðugu uppfærslukerfi þannig að ég verði ekki lengur upp á bloggerinn kominn. – Palli hefur vitaskuld ekkert betra við tíma sinn að gera, enda dólar hann sér bara í vinnunni og lætur sér leiðast eins og allir vita.
* * *
Á þessum helvítis veikindum um helgina tókst mér loksins að láta verða af því að stofna bloggsíðu fyrir Steinunni. Hún varð foxill eins og við var að búast, en mér er vonandi að takast að dekstra hana til að fara að blogga reglulega. Þegar það verður komin einhver festa í það hjá henni, þá birti ég slóðina á þessari síðu en ekki fyrr.
* * *
ígúst Flygenring var svo vænn að senda mér ráð um hvernig fylla eigi út ákveðna þætti á skattframtalinu. Ég þekki ígúst ekki mikið, en hef þó átt í nokkrum netsamskiptum við hann. Ég hef aldrei áttað mig almennilega á því varðandi drenginn hvort hann er vinstrisinnaðasti hægrimaður landsins eða hægrisinnaðasti laumukommi sem sögur fara af. Ég hallast frekar að síðari valkostinum.
* * *
Á áðan litum við Palli á fund með nokkrum fulltrúum úr framvarðarsveit ungliða í R-listanum, þar sem rætt var um strategíu og auglýsingamál. Sum þeirra hafa fínar hugmyndir, en inn á milli má finna meiri aulabárða. Við Palli munum væntanlega taka að okkur að gera barmmerki fyrir framboðið. Við lumum nefnilega á barmmerkjapressu, því við erum merkjatöffarar.
* * *
Merkilegar fréttir úr skoska fótboltanum. Önnur lið en Celtic og Rangers eru að búa sig undir að henda Glasgow-risunum út úr skosku deildarkeppninni. Það yrði magnað! Raunar hef ég verið að komast inn á að slíkt yrði skoska fótboltanum aðeins til góðs. Mínir menn í Skotlandi eru vitaskuld Hearts. Ég gæti skrifað langhunda um hversu gott það lið er.
* * *
Bráðum verð ég að rífa mig upp úr þessu sleni sem ég hef verið í undanfarna dag og jafnvel vikur. Ég er ekki að standa mig í að skrifa á Múrinn og allt of mikil vinna lendir á félögum mínum (sem standa sig eins og hetjur). Friðarvefurinn er alltof daufur og ío vinnunni hrannast upp óunnin verkefni. Hugsanlega er þetta stress út af ráðstefnunni í maí og allt verði betra eftir mánuð. A.m.k. gengur þetta ástand ekki til lengdar…
Jamm.