Enn fjölgar í bloggheimum… Humm,

Enn fjölgar í­ bloggheimum…

Humm, rosalega rann ég á rassinn þarna. Ég ætlaði að vera voðalega sniðugur og ljóstra því­ upp að Steinunn væri farin að blogga, en gefa ekki upp slóðina. Sverrir var aðeins sneggri að hugsa en ég og sló einfaldlega inn slóðinni steinunnthora.blogspot.com. Jæja, þá er ví­st alveg eins gott að leyfa hverjum sem er að valsa þar inn og út. Bara vonandi að stelpan standi sig í­ að halda þessum skrifum úti…

En það er ekki bara Steinunn sem er byrjuð að blogga. Daví­ð Logi Sigurðsson Moggablaðamaður – og sennilega sá maður sem hefur sent Múrnum hvað flest skammar-/aðdáendabréf, er lí­ka kominn í­ loftið með blogg. Daví­ð Logi er menntaður maður og írlandsvinur og gefur blogginu sí­nu því­ að sjálfsögðu bókmenntaví­sun. Það heitir: „A Terrible Beauty is born“. Iss, segi ég nú bara og svara fyrir mig með ennþá flottari ví­sun:

Keats and Yeats are on your side
but you lose because Wilde is on mine

Þeir sem fatta djókinn mega senda mér tölvupóst. (skuggabaldur@hotmail.com)

Jamm.