Vinnublogg Jæja, þá var ég

Vinnublogg

Jæja, þá var ég að ljúka við að semja bréf til stjórnar Samorku og ræða við Aðalstein Guðjohnsen, fyrrverandi rafmagnsstjóra í­ Reykjaví­k um efni þess. Á stuttu máli er ég að leggja það til að stofnuð verði nefnd til að undirbúa 100 ára afmæli þess að Jóhannes Reykdal lét virkja Hamarskotslækinn í­ Hafnarfirði, en það var einmitt fyrsta rafveita á Íslandi.

Ég tel rakið að nota þessi tí­mamót til að lyfta grettistaki í­ kynningu á sögu í­slenskrar rafvæðingar. Ég lendi stöðugt í­ því­ í­ starfi mí­nu hjá Orkuveitunni að menn – einkum útlendingar – kalla eftir heildstæðum upplýsingum um rafmagnsmál á Íslandi: staðlaðar upplýsingar um stærð og framleiðslu rafstöðva; dreifikerfi landsins; sögu virkjanna o.s.frv. o.s.frv.

Þess vegna hef ég látið mér til hugar koma að nota mætti 100 ára afmælið til að kippa þessu í­ liðinn. Mér þætti vel koma til greina að útbúin yrðu upplýsingapjöld – t.d. eins og fótbolta- og körfuboltamyndir sem krakkar safna, með þessum upplýsingum. Verða í­slenskar rafstöðvamyndir næsta Pókemon? Það skyldi þó aldrei vera!

* * *

Barmmerkin okkar eru rifin út eins og e-pillur. Vonandi tekst okkur Palla að ná út úr tollinum í­ tæka tí­ð hráefnum í­ fleiri barmmerki. Sennilega verða framboð um land allt nagandi hjá okkur þröskuldinn að fá merki og útlitshönnun.

* * *

Á gær var aðalfundur húsfélagsins heima á Hringbraut. Þar var Valur Norðri, Framari og ofurmenni endurkjörinn formaður. Hinn ofvirki gjaldkeri húsfélagsins heldur sömuleiðis áfram, sem þýðir að næsta árið mun ég reglulega fá inn um lúguna Húsfélagspóstinn með hugleiðingum gjaldkerans um mikilvægi þess að hækka meðalaldurinn í­ húsinu. – Losna við okkur pönkarana og fá ellibelgi inn í­ staðinn.

* * *

Og talandi um pönkara. – Á kvöld verður stefnan tekin á Tvö dónaleg haust á Grand rokk. Tvö dónaleg haust eru skrí­tin hljómsveit. Hún hætti að spila fyrir mánuði, en hefur sí­ðan þá haldið a.m.k. þrjú rí­júní­on.

Jamm.