Síðdegisblogg… Vorboðinn ljúfi er ekki

Sí­ðdegisblogg…

Vorboðinn ljúfi er ekki lengur lóukvikindið sem skrí­kir með óhljóðum sem bara Íslendingar geta heillast af. Nei, vorboði samtí­mans er bloggsí­ður – sem nú spretta upp eins og gorkúlur. Viðar Pálsson, sagnfræðingur og óperuunnandi er kominn í­ hóp bloggara. Sömu sögu má segja um Braga Skaptason, Star Wars-aðdáenda og fyrrum MH-ing. Bragi var einu sinni barþjónn á Kokteilbarnum í­ kjallara Miðbæjarmarkaðarins. Þar var meira að segja bjórinn serveraður með litlum pappí­rs-sólhlí­fum. Við Palli reyndum einu sinni að gerast fastagestir á Kokteilbarnum, en hann reyndist vera of mikil rottuhola – jafnvel fyrir okkur Palla og fór svo á hausinn. – íður var í­ sama húsnæði rekið kaffihúsið Ingólfsbrunnur. Það sóttum við Palli lí­ka, en sama gilti um þann stað og Kokteilbarinn og allt fór beint á kúpuna.

* * *

Sigga bleika og írmann-sem-er-búinn-að-skila-inn-doktorsritgerð-til-hamingju-með-það þykjast hafa himinn höndum tekið með áströlsku sápunni „The Secret Life of Us“. Ég sá þessa þætti í­ Skotlandi í­ fyrra og þeir eru bara ekki að virka fyrir mig. Annars er ég alveg að koðna niður í­ sjónvarpsglápi og hef ekki séð EastEnders í­ óratí­ma.

* * *

Steinunn segir allt sem segja þarf um barmmerkjagerð þessa helgina. Nú mun ég fá í­ bakið og öxlina…

* * *

Held ég með KA gegn Haukunum í­ handboltanum? Ég er ekki alveg viss. Það eru rök með og á móti:

Með:
Það yrði fyndið ef Haukarnir, verandi með langsterkasta hópinn myndu tapa.
Það yrði lí­ka fyndið að heyra Viggó væla.

Móti:
Þar sem Haukarnir eru bestir, þá eiga þeir skilið að vinna.
Ekki vil ég að Valur verði meistari.
Ef Haukarnir verða Íslandsmeistarar kemst Fram í­ Evrópukeppni bikarhafa.

Sí­ðasta atriðið vegur þyngst – ég held með Haukum…

* * *

Nú verður maður eiginlega að skella sér til Englands! – Á heimasí­ðu Luton Town kemur fram að Mick Harford og Brian Stein muni taka fram skónna og spila í­ vináttuleik á Kenilworth Road. Mick Harford er hetja. – Nei, hann er miklu meira en það,… hann er sigur mannsandans yfir efninu.

* * *

Eru álfar kannski menn? – Tja, þá stórt er spurt…