Getur það gerst mikið aulalegra…

Getur það gerst mikið aulalegra…

…en að hlaupa í­ alla fjölmiðla landsins með fregnir af því­ að maður hafi veitt mannætuhákarl – þegar í­ ljós kemur að um var að ræða hámeri? – Dí­sös!

* * *

Er fánagreinaflokkurinn loksins að fá þá athygli sem hann á skilið? Tja, í­ það minnsta hringdi Linda Blöndal í­ mig á áðan og bað mig um að koma í­ viðtal um fána í­ fyrramálið á Rás 2. Hvernær var Sverrir (sem lí­till fugl hví­slaði að sé kominn með leynisí­ðu) beðinn um að koma í­ viðtal út af Tyrkjadruslunum sí­num? Hahaha!!!

* * *

Er ég koss dauðans í­ bloggheimum? – Ég var ekki fyrr búinn að linka á Adda rokk en hann hættir að hlaða inn nýjar greinar! – Þá var þessi Pressumoli um blogg okkar Múrarar ekki að rokka í­ mí­num huga. Maður heldur að maður sé stór kall, en svo er maður bara kallaður Stefán Jónsson!

Hitt er annað mál að auðvitað ætti Stefán Jónsson að byrja að blogga. Hann er góður drengur.

* * *

Tómas pottaskefill skrifar um blogg Sverris og veltir vöngum yfir því­ hversu lengi það verður leynilegt.

* * *

Vonandi vinnur Valur í­ kvöld! – Nú, hvers vegna? Jú, úr því­ að rauðklæddu helví­tin verða hvort sem er Íslandsmeistarar þá er skárra að það gerist í­ þremur leikjum en fimm. (Þá fá þeir ekki jafn mikinn pening í­ kassann.)

Mér er illa við Val. Já, ég segi það!

* * *

Yfirmenn mí­nir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ég lifi alltof hamingjurí­ki lí­fi. Til að bæta úr því­ hafa þeir skipað mér að mæta á sviðsfund hjá skrifstofu forstjóra milli kl. 10 og 12 alla mánudagsmorgna hér eftir. – $%&#/%, $/&$%#&/## og %&%***$# ! ! !

Jamm.