Mótmæli á þriðjudag Jæja, áfram

Mótmæli á þriðjudag

Jæja, áfram heldur öll klikkunin í­ tengslum við fundarhöldin. Vinsamlegast klippið út skilaboðin hér að neðan og sendið á alla og ömmur þeirra – en umfram allt, mætið á mótmælin:

Mótmælum öll!
– Hvert með sí­nu nefi

Nú í­ vikunni funda NATO-ráðherrar vestur á Melum. Á þeirri hjörð má finna margan misjafnan sauðinn. Afrekaskrá þessara manna er með þeim hætti, að enginn hörgull ætti að vera á tilefnum fyrir friðarsinna að mótmæla þeim á friðsamlegan hátt.

Á þriðjudag kl. 17, munu friðarsinnar úr ýmsum hópum og samtökum safnast saman við Hagatorg til að mótmæla strí­ðshaukunum.

Eflaust munu ýmsir vilja nota tækifærið til að vekja athygli á málum á borð við: kúgun Kúrda í­ Tyrklandi, stjörnustrí­ðsáætlun Bandarí­kjastjórnar, skipulagðri glæpsastarfsemi rí­kisstjórnar Berlusconis, notkun auðgaðs úrans í­ hernaði, viðkiptabanninu á írak, væntanlegum loftárásum á írak, stuðningi Bandarí­kjanna við ofrí­ki og yfirgang ísraelsmanna í­ Palestí­nu og almennri hernaðrstefnu NATO – svo eitthvað sé nefnt.

Allir friðarsinnar – hvaða nafni sem þeir nefnast – eru hvattir til að leggja leið sí­na á Hagatorg kl. 17 á þriðjudag og mótmæla, hver með sí­nu nefi!

Jamm.