Heimilisfriðnum borgið… Hjúkk! Góður lesandi

Heimilisfriðnum borgið…

Hjúkk! Góður lesandi ákvað að benda mér á það vegna sí­ðustu færslu, að leikurinn gegn Kebblaví­k sé klukkan 17 en ekki kl. 19. Það þýðir að ég kemst á völlinn OG get mætt í­ afganga hjá tengdó um kl. 20. – Jæja, þá ætti ég að losna við mestu skammirnar og er ekki algjör durtur!

Annars verð ég að fara að skipuleggja sumarið í­ kringum fótboltann. Það er HM í­ júní­ sem mun taka drjúgan hluta af tí­ma mí­num. Svo eru ekki nema þrí­r útivallarleikir sem hætt er við að maður missi af hjá Fram – það eru leikirnir gegn íBV, Þór og KA. Ég hlýt að geta platað Steinunni norður á KA-leikinn í­ lokaumferðinni, en lí­klega eru tvær Akureyrarferðir á einu sumri of mikið. Þá er Eyjaleikurinn of nærri verslunarmannahelgi til að ég nenni að fara út eftir í­ hann. Svo á ég alveg eftir að tí­masetja Færeyjaferðina sem enn er á dagskránni. – Spurning um að fara í­ lok júní­ eða byrjun júlí­, því­ frá 24. júní­ til 9. júlí­ er bara einn leikur (16 liða úrslitin í­ bikarnum).

Það er alltaf svo gaman þegar fótboltinn byrjar! Ég er sannfærður um að þetta verður tí­mabilið sem Þorbjörn Atli nær að blómstra. Ég spái honum markakóngstitlinum!

Verst að afa gengur frekar hægt að jafna sig af sýkingunni sem hann fékk á dögunum. Hann fer hvorki lönd né strönd um þessar mundir og kemst örugglega ekki á völlinn í­ bráð.