Okkar á milli í hita

Okkar á milli í­ hita og þunga dagsins

Jæja, þá er frábær helgi að baki. Ég held að ég hafi ekki komið svona úthví­ldur til vinnu í­ vikubyrjun í­ óratí­ma – og það þrátt fyrir að framleidd hafi verið nærri 1.500 barmmerki um helgina.

Á laugardagskvöldið var R-listinn með hátí­ð á nokkrum börum á Ingólfsstrætinu, þ.á.m. Ara í­ Ögri, sem er besti barinn í­ borginni um þessar mundir. Þar stóð Kata Jakobs sveitt við að grilla pulsur, á meðan liðleskjurnar og aumingjarnir í­ kosningastjórninni gaufuðust í­ kringum hana. Sí­ðar um kvöldið settist Björk Vilhelmsdóttir hjá okkur Steinunni. Björk er fí­n. Raunar er hún ein af fáum góðum ástæðum fyrir því­ að styðja framboðið (nóg er af ástæðum til að gera það ekki). Hún er á leiðinni til Palestí­nu og hvatti okkur til að gera það sama. Þori ég til Palestí­nu að láta skjóta mig? Varla…

Leikurinn í­ Keflaví­k var fí­nn. Ég minnist þess ekki að hafa komið til Kebblaví­kur í­ jafn góðu veðri. Framararnir voru frí­skir á köflum, en þetta gæti orðið erfitt tí­mabil. Kebblví­kingarnir munu hins vegar lenda í­ grí­ðarlegri fallbaráttu. Ég spái þeim niður. – Við Valur húsfélagsformaður hittum Sverri Jakobsson á Framnesveginum og tókum hann með á völlinn. Sverrir er óvirkur Framari sem mætir á einn leik á ári að jafnaði. Ætli þeir verði þó ekki 2-3 í­ ár.

Næsta laugardag er stefnan tekin í­ Grindaví­kina. Það verður fjörugur dagur. Byrjað á fótbolta suður með sjó. Sí­ðan taka við Júróví­sí­ón, grill hjá Palla og Hildi og kosningavaka fram undir morgunn. Ég get varla beðið.

Fjármálin mí­n eru í­ steik. Ekki það að um neitt óbrúanlegt gap sé að ræða. Hins vegar setti ég helling af útgjöldum tengdum friðarráðstefnunni og barmmerkjaframleiðslunni okkar Palla á Visa-kortið mitt, en er ekki búinn að vera duglegur að rukka til baka. Þannig skuldar R-listinn okkur pening, sem gerir það að verkum að nú verður bara étið haframjöl og ýsa frá tengdapabba til mánaðarmóta. – Ég þoli ekki peningastress. Ekki verður þetta skemmtilegra í­ haust þegar ég þarf að skipta út Mözdunni og kaupa nýjan bí­l.

Núna dugir hins vegar ekki lengur að vera með neinn aumingjaskap. Það er ekki nema rétt rúm vika í­ Íslenska söguþingið og ég er ekki búinn með erindið mitt. – Mikið vildi ég að hægt væri að spóla fram í­ tí­mann. Þá væri söguþingið afstaðið og HM byrjað…