Djöfullinn snýr aftur… Hahaha… alveg

Djöfullinn snýr aftur…

Hahaha… alveg hefði ég mátt segja mer það sjálfur að það væri minn gamli bekkjarbróðir og sessunautur úr menntó, Pétur Rúnar Guðnason, sem stæði fyrir sí­ðunni www.xxxd.is – Pétur Rúnar, sem var yfirleitt kallaður „Pétur djöfull“ eða bara „Djöfullinn“ er höfuðsnilingur og erkitölvunjörður. Þetta tiltæki virðist hins vegar hafa runnið gersamlega á rassinn, því­ það var ekki fyrr búin að birtast grein um þetta á því­ stendauða vefsvæði Ví­si en Djöfullinn var búinn að loka sí­ðunni. – Það hefði verið nær hjá honum að byrja aftur að blogga frekar en að garfa í­ svona rugli.

Annars er alltaf skemmtilegt að fylgjast með því­ sí­ðustu klukkustundirnar fyrir kosningar hvað allir fara á taugum. ímist vilja menn halda að sér höndum eða gera eitthvað út í­ loftið og svo er fólk á nálum yfir því­ hvort hin eða þessi taktí­kin sé að virka eða hafa þveröfug áhrif.

Það er samt ekki hægt annað en skemmta sér yfir konseptinu: „fáðu SMS frá súperfyrirsætu…“ – Hugmyndin um fjöl-SMS sendingar frá fegurðardrottningum og bikiní­gellum er jafnvel súrari en klámsí­ður sem lofa blautlegum bréfaskriftum við klámmyndastjörnur í­ gegnum netið.